en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/10950

Title: 
  • is Tengsl persónuleika og starfsáhuga við framtíðarmarkmið á unglingsárum
Submitted: 
  • March 2012
Abstract: 
  • is

    Markmið þessarar rannsóknar er að kanna tengsl persónuleikaþátta og starfsáhugasviða (e. vocational interest) við framtíðarmarkmið (e. major life goals) meðal íslenkra ungmenna í þremur aldurshópum. Samtals 1721 grunn- og framhaldsskólanemi, á aldrinum 15-20 ára (49,9% konur, 50,1% karlar) tóku þátt í rannsókninni. Niðurstöður fjölbreytu aðhvarfsgreiningar sýna að starfsáhugasvið skýrðu meira af dreifingu framtíðarmarkmiða heldur en persónuleikaþættir í þremur tengslasamböndum af sex. Með aðferð miðlunar (e. mediation) kom í ljós að starfsáhugasvið miðlaði að hluta áhrifum persónuleikaþátts á framtíðarmarkmið í þremur miðlunarlíkönum. Niðurstöðurnar eru sambærilegar því sem komið hefur fram í nýlegum bandarískum rannsóknum á háskólanemum og ályktað er að þessar hugsmíðar sem lýsa einstaklingsmun (e. individual differences) séu aðskildar en hafi samt sem áður tengsl sín á milli. Lýsandi niðurstöður gáfu vísbendingu um sterkari tengsl persónuleikaþátta og starfsáhugasviða við framtíðarmarkmið meðal elsta aldurshóps samanborið við þá yngri. Þörf er þó á langtímarannsóknum til þess að geta ályktað um þróun tengslanna. Mikilvægt er, bæði fyrir hagnýta náms- og starfsráðgjöf og frekari rannsóknir, að þekking sé á samspili þessara hugsmíða sem lýsa einstaklingsmun og sem hafa með lífsframvindu fólks að gera.

Accepted: 
  • Mar 19, 2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10950


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
MA ritgerd KOE.pdf721.32 kBOpenHeildartextiPDFView/Open