Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/10952
Ákvæði 2. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008 kveður á um að heimilt sé að úrskurða sakborning í gæsluvarðhald ef sterkur grunur leikur á að hann hafi framið brot sem að lögum getur varðað 10 ára fangelsi, enda sé brotið þess eðlis að
ætla megi að varðhaldið sé nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna.
Meginmarkmið þessar ritgerðar er að gera grein fyrir þeim skilyrðum sem sett eru fyrir gæsluvarðhaldi á fyrrnefndum grundvelli ásamt því að skoða hvernig íslenskir dómstólar beita ákvæðinu í framkvæmd. Líkt og orðalag ákvæðisins gefur til kynna
eru þrjú skilyrði fyrir beitingu gæsluvarðhalds á grundvelli þess. Fyrri skilyrðin tvö eru þannig úr garði gerð að nokkuð auðvelt er að komast að niðurstöðu um hvort þau
séu uppfyllt. Skilyrðið um að gæsluvarðhaldið sé nauðsynlegt með tilliti til almannahagsmuna er öllu matskenndara og því nauðsynlegt að skoða málsatvik hverju sinni, og komast þannig að niðurstöðu um hvort það sé uppfyllt. Hæstiréttur leggur ákveðin sjónarmið til grundvallar þegar hann metur hvort fyrrnefnt skilyrði sé uppfyllt en þau sjónarmið eru mismunandi eftir því hvernig brot er um að ræða.
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur fjallað um gæsluvarðhald á þeim grundvelli sem 2. mgr. 95. gr. sml. vísar til. Dómstóllinn hefur sett mjög ströng skilyrði fyrir beitingu þess en deila má um hvort Hæstiréttur hefur að fullu farið eftir þeim fyrirmælum sem
Mannréttindadómstóllinn hefur sett.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
ML_ragnhildur.sigurbjartsdottir.pdf | 884.64 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |