is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Bifröst > Félagsvísindadeild > Meistarverkefni í félagsvísindadeild (MA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10954

Titill: 
  • Tillögur að sjálfbærnivísum fyrir tískuiðnaðinn á Íslandi : stjórnborð stjórnsýslunnar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessa verkefnis var að sýna fram á hvernig tískuiðnaðurinn væri skoðaður með „gleraugum“ sjálfbærrar þróunar með því að draga fram lykilþætti og leggja fram tillögur að sjálfbærnivísum. Höfundur vildi með þessu vekja iðnaðarráðuneytið til umhugsunar um það hvort sjálfbærnivísar fyrir tískuiðnaðinn gætu nýst sem stjórntæki sem stuðlað gæti að efnahagslegum vexti, samfélagslegri virkni og jafnvægi umhverfisins. Alveg eins og heilbrigði fólks er metið eftir líkamlegu og andlegu heilbrigði er heilbrigði þjóðar metið á grundvelli sjálfbærnistoðanna þriggja, sem eru efnahagur, samfélag og umhverfi. Ef ein stoð er í ólestri hallar það á lífvænleika þess kerfis sem skoðað er og annarra tengdra kerfa. Með innleiðingu sjálfbærrar þróunar og mótun sjálfbærnivísa fyrir tískuiðnaðinn fær iðnaðarráðuneytið aðgang að stjórnborði sem gæti nýst í mikilvægum ákvörðunartökum er varða lífvænleika tískuiðnaðarins. Þar sem ekki hafa verið mótaðir sjálfbærnivísar fyrir tískuiðnaðinn á Íslandi eða aðra sambærilega atvinnuvegi á landinu ákvað höfundur að rannsaka lykilþætti til að móta sjálfbærnivísa fyrir tískuiðnaðinn. Lykilþættir voru greindir út frá skoðunum og væntingum hagsmunaaðila tískuiðnaðarins með eigindlegri rannsókn sem framkvæmd var á stefnumótunarfundi greinarinnar á vegum Samtaka iðnaðarins og Fatahönnunarfélags Íslands. Höfundur leggur til 29 sjálfbærnivísa fyrir tískuiðnaðinn á Íslandi sem hann telur vera þeir vísar sem skipta mestu máli fyrir lífvænleika tískuiðnaðarins og sjálfbæra þróun samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar. Með notkun sjálfbærnivísanna er hægt að stýra betur þeim þáttum sem skipta mestu máli og grípa til viðeigandi aðgerða hverju sinni. Um leið og gripið er til réttra aðgerða á réttum tíma aukast líkur á því að stuðlað sé að þróun og vexti sem leiðir af sér aukið vægi tískuiðnaðarins meðal íslenskra atvinnugreina og staða hans styrkist. Styrking tískuiðnaðarins getur haft jákvæð áhrif á hagvöxt í landinu og aukið fjölbreytileika atvinnulífsins og því væri það mikill ávinningur fyrir iðnaðarráðuneytið að hafa gott stjórnborð sem aðstoðar við ákvarðanatöku. Að mati höfundar hefur skapandi iðnaður á borð við tískuiðnaðinn gríðarlega vaxtarmöguleika á Íslandi, sérstaklega vegna fjölbreytilegra möguleika á viðskiptaformum.

Samþykkt: 
  • 19.3.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10954


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
meistarav_aldaksig_hau2011.pdf1.96 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna