en English is Íslenska

Thesis (Master's)

Bifröst University > Viðskiptadeild > Meistaraverkefni í viðskiptadeild (MS) >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/10961

Title: 
 • Title is in Icelandic Jarðefni á Íslandi : útflutningur og vinnsla á perlusteini
Degree: 
 • Master's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Perlusteinn er jarðefni sem finnst óvíða í heiminum. Við Íslendingar eigum hins vegar mikið af honum í fjalli sem heitir Prestahnjúkur og er fyrir sunnan Langjökul. Perlusteinn er hitaður upp í um 1000°C og við það poppast hann eins og popp og verður mjög léttur. Eftir þessa þenslu er hann notaður til margra hluta, m.a. í léttsteypu, síun á efnum í matvælaiðnaði, við ræktun og ýmislegt fleira.
  Markmiðið með ritgerðinni var að kanna hvort eitthvað hefði breyst á um 30 árum sem eru síðan málið var skoðað ítarlega og hvort eitthvað gæfi tilefni til að vinna perlustein á Íslandi í dag. Einnig að kanna hvernig væri þá best að standa að málum ef nýting á perlusteini færi af stað, hvað leiðir væru færar og hvað þyrfti helst að hafa í huga.
  Aðferðin við að greina og skoða hugmyndina í þessari ritgerð var að fara með vöruna í gegnum virðiskeðju Porters til þess að skoða ferilinn sem best og greina hann. Leitað var uppi efni um perlusteinsvinnslu sem hafði verið rannsakað á Íslandi milli áranna 1970 og 1980.
  Farnar voru ferðir til Danmerkur, Ungverjalands og Bandaríkjanna. Í Danmörku var skoðuð verksmiðja sem þenur perlustein og tekið viðtal við sölustjórann og eiganda fyrirtækisins sem er búið að starfa í yfir 30 ár. Í Ungverjalandi var skoðuð náma þar sem var verið að taka perlustein í fjalli í Pálháza en það er sú náma sem er næst Íslandi. Þar var tekið viðtal við eiganda sem er jafnframt forstjóri þess fyrirtækis. Í Bandaríkjunum voru heimsóttar tvær verksmiðjur sem eru að þenja perlustein og tekin þar viðtöl og síðan hitti rannsakandi einnig forsvarsmann perlusteinssamtakanna og tók við hann viðtal. Á Íslandi voru tekin tvö viðtöl við aðila sem komu mikið nálægt þeim rannsóknum sem gerðar voru á sínum tíma.
  Niðurstaðan er að þetta er verkefni sem er best að byrja með smátt og vert að skoða sem framtíðariðnað á Íslandi því að perlusteinn er mjög góð vara sem hægt er að nota á margvíslegan hátt. Þessi vara hefur nánast ekkert verið notuð á Íslandi og er því lítið þekkt hér.

Accepted: 
 • Mar 19, 2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/10961


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Gylfi Guðmundsson(loka).pdf2.01 MBOpenHeildartextiPDFView/Open