is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10963

Titill: 
 • Aðferðaþróun til mælinga á PAH efnum í umhverfissýnum
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Mælingar á PAH efnum hafa lengi verið gerðar um allan heim. Þessi efni hafa þó lítið verið mæld hér á landi. Matís stýrir nú samnorrænu verkefni sem meðal annars hefur það að markmiði að mæla PAH efni í kræklingum í hafinu umhverfis Norðurlöndin. Tilgangur þesssa B.Sc. verkefnis var að þróa aðferð á rannsóknarstofu Matís til að magngreina PAH efni í kræklingum og var stuðst við þekktar fræðigreinar í þeirri þróun.
  Notast var við örbylgjur til að draga efnin úr frostþurrkuðum krækling, og voru þau sýni svo keyrð á kísilgel súlum til hreinsunar. Svo var notast við GC-MS tæki á rannsóknarstofu Matís til að magngreina PAH efnin.
  Vinnan við aðferðarþróunina gekk nokkuð vel fyrir sig. Þegar verkefnið hófst komu upp vandamál með GC/MS tækið sem nota átti, þar sem það var ekki starfhæft til að byrja með, en náðist þó að koma því nothæft ástand.
  Skoðað var hvar nokkur PAH efni voru að koma af kísilgelsúlum og sást að eftir að búið var að skola með 30 ml af leysi voru þau nánast öll komin í gegn. Blanksýni sem keyrð voru sýndu einhverja mengun, en þó ekki mikla nema á einu PAH efninu sem skoðað var, naphtalein. Skoðaðar voru heimtur á SS stöðlum sem bætt var útí sýnin áður en þau fóru í gegnum aðferðina, og voru þær 25-50% og bendir það til þess að staðlarnir séu að brotna niður í sýnunum. Aðeins um 5% heimtur fengust á frostþurrkuðum kræklingi með þekkt magn nokkurra PAH efna, og gæti það af hluta til orsakast af því að staðlarnir voru að brotna niður. Þessa aðferð þyrfti því að þróa betur. Líklegast er að örbylgjurnar séu ekki að ná að draga PAH efnin nógu skilviknislega úr kræklingum, og mætti því rannsaka þann hluta aðferðarinna betur. Einnig þyrfti að skoða niðurbrotið á stölunum, og fengjust þá vonandi betri heimtur.

 • Útdráttur er á ensku

  Measurements of PAH compounds have been carried out all over the world for many years. Matis is now conducting a Nordic project, which purpose is to measure PAH compounds in mussels from the oceanic waters around the Nordic countries. The aim of this B.Sc. thesis was to adopt a published analytical method for quantitative measurements of PAH chemicals in mussels to the analytical equipment available at Matis‘ laboratory.
  Microwaves were used to extract the compounds from the freeze dried mussels, and those samples were then cleaned further using silica columns. The PAH´s in the cleaned samples were then detected and measured using GC-MS.
  The work on this method development went well. When this project was started some problems arose with the GC/MS equipment which was to be used, and it was not operational at the beginning. Those problems were overcome and the GC/MS was operating as expected.
  A few PAH compounds were run through the silica columns using small portions of solvent, and after 30 ml of solvent had been used to wash, almost all of the PAH’s had come through. Blank sample were run through this method and they did not show much contamination, expect for one PAH, naphthalene. The yield of SS standards, which were added to the sample at the beginning of the extraction, and they were 25-50% and strongly indicated that the PAH’s were breaking down in the sample. The method gave only 5% yield when a standard reference material with a known concentration of the PAH compounds was measured. The conclusion is that this method needs to further refinement. The most likely explanation for the poor recovery is that the microwaves were not effectively extracting the PAH compounds from the mussel matrix. That part of the method needs to be studied further. The breakdown of the SS standard would also have to be studied further, and hopefully that would give better yield.

Samþykkt: 
 • 20.3.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/10963


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSritgerð-loka.pdf887.72 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna