is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Lagadeild > Lokaverkefni í lagadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10965

Titill: 
  • Samrunaréttur samkeppnisréttar : þróun frá setningu samkeppnislaga nr. 8/1993
  • Titill er á ensku Merger regulation in competition law : Developments since the enactment of the Competition Act no. 8/1993
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Reglur er varða samruna voru lögfestar með samkeppnislögum nr. 8/1993. Reglurnar hafa tekið töluverðum breytingum frá setningu laganna og leitaðist höfundur eftir því að varpa ljósi á þá þróun sem hefur átt sér stað á þessu sviði samkeppnisréttarins. Við vinnslu ritgerðarinnar voru frumvörp til samkeppnislaga skoðuð ásamt frumvörpum til laga um breytingu á þeim. Þá var fjöldinn allur af ákvörðunum og úrskurðum samkeppnisyfirvalda skoðaður ásamt því að litið var til nokkurra dóma Hæstaréttar. Leitast var við að skoða þau nýmæli sem komið hafa inn í löggjöfina og hvaða ástæður lágu þeim að baki en einnig voru ýmis hugtök skoðuð í þeim tilgangi að sjá hvernig þau hafa verið skilgreind hjá samkeppnisyfirvöldum. Niðurstaða höfundar er í meginatriðum sú að við breytingar á samrunareglum samkeppnisréttar hefur mikið verið litið til Evrópu. Breytingarnar hafa tekið mið af því hvernig málum er háttað þar ásamt því hvernig reynslan af settum lögum og reglum hefur verið hér á landi. Nýmæli hafa komið inn í löggjöfina en breytingar hafa einnig verið gerðar í þeim tilgangi að gera ákvæði bæði skýrari og ítarlegri. Einnig hefur borið á því að lög og reglur hafa verið sett til að koma í veg fyrir misskilning og mistök hjá samkeppnisyfirvöldum.

Samþykkt: 
  • 22.3.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10965


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_ritgerð_Haust_2011_Berglind_Ýr_Kjartansdóttir.pdf584.3 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna