Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/10970
Greinargerð þessi snýr að takmörkunum sem hægt er að setja á verkfallsrétt opinberra starfsmanna. Litið var til ákvæða íslenskrar löggjafar er varða málefni þetta auk álíkra ákvæða í alþjóðlegum samningum sem Ísland er aðili að, eins og Mannréttindasáttmála Evrópu og Félagsmálasáttmála Evrópu. Þá var einnig litið til Alþjóðavinnumálastofnunarinnar og grundvallarsamþykkta hennar nr. 87 og 98. Markmið höfundar með lokaverkefni þessu var að skoða takmarkanir sem eru í gildi á verkfallsrétti opinberra starfsmanna með sérstöku tilliti til stöðu lögreglumanna eins og hún er í dag og á hvaða forsendum takmarkanirnar byggjast.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BS_ritgerd-Iris_Hauksdottir_Lokaskjalm.forsíðu.pdf | 478.83 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |