is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/1098

Titill: 
  • Hlýraeldi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Lykilorð: Hlýraeldi, strandeldi, endurnýting, markaður, arðsemi.
    Verkefnið fjallar um verklegan þátt hlýraeldis, eldistækni, markaðsstöðu og arðsemismat á hlýraeldi. Rannsóknarspurningin er: Hver er framtíð hlýraeldis á Íslandi? Markmið verkefnisins er að kanna hvaða vitneskja er til um hlýraeldi og hvaða þættir eru mikilvægastir fyrir arðsemi hlýraeldis á Íslandi.
    Forsenda fyrir hlýraeldi er að hafa aðgang að villtum hrygningarfiski. Til að geta klakið út seiði er meginviðfangsefnið að ná í nægilegt magn af sæði til að frjóvga þau hrogn sem hrygnurnar gefa af sér. Það tekur um hundrað og áttatíu daga fyrir hlýrakviðpokaseiði að klekjast út við 6°C hita. Það tekur um þrjú ár að ala hlýra frá seiði til sláturstærðar 3,5 – 4,0 kg í 6 - 8°C heitum sjó.
    Í dag er allur hlýri alinn í rennum á landi en í framtíðinni kann að verða mögulegt að ala hlýra í sjókvíum. Eldi á landi krefst þess að eldisvökvinn sé nýttur eins vel og hægt er. Við endurnýtingu þarf að huga að súrefnis-, koltvísýrings- og ammoníakmagni í eldiskerfinu. Með endurnýtingu er hægt að minnka vatnsrennslið um allt að 93% sé sýrustigi haldið heppilegu og vatnið súrefnisbætt. Verði hlýri alinn í sjókvíum á Íslandi eru Austfirðir líklega best til þess fallnir.
    Á íslenskum ferskfiskmörkuðum er verð á hlýra að sveiflast frá 100 – 150 kr/kg, þó er dæmi um að óslægður hlýri hafi verið seldur á 300 kr/kg. Íslendingar flytja hlýra aðallega til Bretlands og Frakklands. Á þeim mörkuðum er meðalverð (fob) um 330 kr/kg fyrir fryst flök. Niðurstöður norskrar markaðskönnunar benda til að matreiðslumenn í Noregi, Frakklandi og Þýskalandi séu reiðubúnir til að greiða rúmlega 700 kr/kg af slægðum hlýra.
    Arðsemismat á hlýraáframeldistöð sýnir neikvæða arðsemi af fjárfestingunni. Þeir þættir sem þurfa að breytast til að slík stöð skili hagnaði er afurða- og fóðurverð.
    Niðurstaða verkefnisins er að hlýraeldi á Íslandi mun næstu ár verða á rannsóknarstigi og rannsóknir snúast um að finna hagkvæmari eldistækni og framtíðarmarkaði.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
  • 1.1.2002
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1098


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
hlyraeldi.pdf552.65 kBLokaðurHlýraeldi - heildPDF
hlyraeldi_e.pdf103.07 kBOpinnHlýraeldi - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
hlyraeldi_h.pdf171.65 kBOpinnHlýraeldi - heimildaskráPDFSkoða/Opna
hlyraeldi_u.pdf153.87 kBOpinnHlýraeldi - útdrátturPDFSkoða/Opna