en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

Bifröst University > Félagsvísindadeild > Lokaverkefni í félagsvísindadeild (BA) >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/10980

Title: 
  • Title is in Icelandic Herlaust ríki í hernaðarbandalagi : vandamál eða möguleikar?
  • Non-military state in a military alliance : problems or possibilities?
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í þessari ritgerð er staða Íslands í öryggis- og varnarmálum skoðuð út frá herleysi landsins og hvort það valdi vandkvæðum í NATO samstarfinu sem byggir á hernaðarlegum grunni. Til að svara þeirri spurningu er byrjað á að gera grein fyrir öryggisímynd Íslendinga og þeim breytingum sem hafa átt sér stað á merkingu öryggishugtaksins í heiminum eftir lok kalda stríðsins. Einnig er varnarsamstarfinu við NATO og Bandaríkin lýst en þáttur þeirra hefur haft afgerandi áhrif á stefnu Íslands í öryggis- og varnarmálum. Gerð er stutt grein fyrir starfsemi NATO og þróun bandalagsins í átt til borgaralegrar nálgunar. Hvernig hún eykur hugsanlega möguleika Íslands sem smáríkis, til að leggja sitt af mörkum og styrkja með því stöðu sína innan bandalagsins. Það er einmitt eitt megin inntak smáríkjafræða sem auk raunhyggjukenninga marka hinn fræðilega ramma ritgerðarinnar.
    Helstu niðurstöður eru þær að tæknilega er ekkert því til fyirirstöðu að Ísland sé án hernaðarlegra stofnanna í NATO samstarfinu. Hins vegar verði að huga vel að lagalegum ramma og að hlutverk séu skýr þegar tekið er þátt í samstarfi þar sem umgerð er hernaðarleg. Trúverðuleiki skipti mestu á alþjóðavettvangi, skýrt mótuð stefna og framlag sé í samræmi við getu. Öryggis- og varnarmál á Íslandi hafa á vissan hátt hangið í lausu lofti undanfarin ár og skipulag stofnanna til að sinna verkefnum verið fálmkennt. Einnig kemur fram að dýpri umræðu hefur skort sem hefur skilað sér í stefnuleysi í málaflokknum.

Accepted: 
  • Mar 28, 2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/10980


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Bjarni Bragi Kjartansson BA ritgerd.pdf546.82 kBOpenHeildartextiPDFView/Open