is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/10998

Titill: 
 • Er hagkvæmt að innleiða sjálfbærni framleiðslu? : áherslur íslenskra neytenda gagnvart umhverfisvottuðum vörum og mögulegt stefnumótunarferfli framleiðanda til sjálfbærari framleiðslu
 • Titill er á ensku Is implementing sustainability in production profitable?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Ritgerð þessi er skrifuð sem lokaverkefni í námi höfundar til BS-gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum á Bifröst. Vægi lokaverkefnisins er 14 ECTS einingar og er það skrifað á tímabilinu 25. september 2011 – 13. desember 2011.
  Viðfangsefni þessa BS verkefnis er að rannsaka hvort að íslenskir neytendur kjósi umhverfisvottaðar vörur (grænar vörur) fram yfir hefðbundnar, sem og að setja fram stefnumótunar ferli fyrir ímyndaðan íslenskan framleiðanda sem vill innleiða hjá sér nýja sjálfbæra stefnu við eigin framleiðslu.
  Fyrri hluta verkefnisins ætlar höfundur sér að framkvæma með því að gera vefkönnun á meðal íslenskra neytenda þar sem þeir eru spurðir um viðhorf gagnvart ýmsum umhverfismálum sem og um kauphegðun þeirra gagnvart umhverfisvottuðum vörum. Það er mat höfundar að það að innleiðing sjálfbærni í rekstri sé arðbær, sé grunnforsenda þess að fyrirtæki almennt vilji leitast við að innleiða slíka stefnubreytingu hjá sér og það sé því nauðsynlegt að rannsaka afstöðu neytenda til slíkra vara, áður en lengra er haldið.
  Í upphafi vinnunnar var gert ráð fyrir því að afla sem mestra upplýsinga út frá fyrirliggjandi gögnum, en það kom fljótt í ljós að það eru ekki til fyrirliggjandi rannsóknir og niðurstöður um kauphegðun íslenskra neytenda þegar kemur að umhverfisvottuðum vörum. Neyslu- og lífstílskönnun Gallup (Capacent) tekur á þessum málaflokki að einhverju leyti, en þó afar takmörkuðu. Aðgengi að könnuninni er ekki opið og fékk höfundur að skoða upplýsingar þaðan hjá Ásmundi Þórðarssyni, rannsóknarstjóra hjá Auglýsingamiðlun (Ásmundur Þórðarson, 2011) . Skortur á ítarlegum upplýsingum er því ástæða þess að höfundur kaus að gera eigin rannsókn.Það er illa framkvæmanlegt í einu verki að ætla að setja fram ítarlega verkáætlun um stefnumótunarferli sem henta myndi öllum fyrirtækjum á landinu, í raun ógerningur. Höfundur ákvað því að einbeita sér að því í seinni hluta þessa verkefnis, að skoða hvernig hann telur að stefnumótunarferlið færi best fram almennt fyrir íslenskt framleiðslufyrirtæki sem framleiðir vörur til markaðssetningar inn á íslenskan markað, það er að segja „retail“.
  Höfundur vill leitast við að svara rannsóknarspurningunni:
  „Er hagur af því fyrir innlenda framleiðendur að innleiða sjálfbærar áherslur í eigin rekstri og hvernig færi slíkt ferli fram út frá hugmyndafræði stefnumótunar?“

Samþykkt: 
 • 2.4.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/10998


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS_ritgerð_Er hagkvæmt að innleiða sjálfbærni í framleiðslu_Baldvin_Jónsson_des2011.pdf2.91 MBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna
SurveySummary_11062011.pdf340.1 kBOpinnViðaukiPDFSkoða/Opna