is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Bifröst > Viðskiptadeild > Lokaverkefni í viðskiptadeild (BS) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/11000

Titill: 
  • Markaðssetning á rafmagnsbílum í Vestmannaeyjum
  • Titill er á ensku Marketing electric cars in Westman Island
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Að mati höfundar hafa rafmagnsbílar alla burði til að verða samkeppnishæfir á bílamarkaðnum. Þróun rafmagnsbíla eykst á hverjum degi þar sem stöðug og öflug þróunarvinna skilar sífellt betri rafmagnsbílum. Tilgangur þessa verkefnis er að kanna hvort
    og þá hvernig sé best að markaðssetja rafmagnsbíla í Vestmannaeyjum.
    Með tilkomu rafmagnsbílsins hefur umhverfi bílamarkaðarins breyst umtalsvert. Áður fyrr voru eingöngu bílar á markaðnum sem gengu fyrir jarðefnaeldsneyti. Nú er öldin önnur og bílar sem drifnir eru áfram af vetni, metani og rafmagni farnir að ryðja sér til rúms á markaðnum. Ætla má að ástæðan fyrir þessum breytingum á markaðnum sé sú að sögusagnir hafa verið um að olía sem orkugjafi, sé af skornum skammti á jörðinni. Má draga af því
    ályktun að fólk sé í auknum mæli farið að huga að umhverfisvænni bílum sem gefa frá sér mun minni koltvíoxíð heldur en bílar sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti eins og bensín og dísel.
    Að skapa sér gott orð á markaði er ómetanlegt. Fólk hugsar fyrst til þeirra sem standa sig best á markaðnum þegar það verslar vöru eða þjónustu. Að mati höfundar þarf að bæta markaðssetningu rafmagnsbíla ef þeir eiga ekki að lenda undir í baráttunni við vetnis- og metanbílana um markaðshlutdeild. Góð markaðssetning og skipulagt markaðsstarf er lykillinn að góðri markaðsstöðu og þróun á markaði. Gera þarf ítarlega áætlun um það hvernig best sé
    að markaðssetja rafmagnsbíla í Vestmannaeyjum með það að markmiði að með tímanum komi þeir til með að vera stór hluti af orkunotkun Vestmannaeyinga.
    Niðurstaða rannsóknarinnar er sú að miðað við það ástand sem nú ríkir í íslensku efnahagslífi sem og aukinn áhugi fólks á að minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda þá séu auknar líkur á
    að rafmagnsbíllinn geti orðið sá fararskjóti sem Vestmannaeyingar kjósa sér í nánustu framtíð.

Samþykkt: 
  • 2.4.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11000


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd_adolf_sigurjonsson.pdf433,26 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna