en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/11006

Title: 
 • Title is in Icelandic Bakvið luktar dyr. Er þörf á viðbótarákvæði í almenn hegningarlög um líkamlegt ofbeldi foreldra gegn börnum?
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Ofbeldi hefur alla tíð fylgt mannkyninu og eru birtingarmyndir þess af ýmsum toga. Á hverju ári deyja fleiri en ein milljón manns og enn fleiri slasast af völdum ofbeldis.
  Markmiðið með þessari ritgerð er að kanna hvort ofbeldi gegn börnum sé gert nægileg skil í réttarkerfinu. Einkum er lögð áhersla á hvort þörf sé á viðbótarákvæði í almenn hegningarlög sem tæki sérstaklega á líkamlegu ofbeldi gegn börnum af hendi foreldra.
  Ritgerðin skiptist í fjóra meginkafla. Fyrst er ofbeldi gegn börnum af hendi foreldra skilgreint. Þá eru hugtökin börn og ofbeldi skilgreind en ofbeldi gegn börnum skiptist í líkamlegt, andlegt og kynferðislegt ofbeldi ásamt vanrækslu. Greint er frá því þegar foreldrar beita ofbeldi við uppeldi barna sinna og þróun þess í gegnum tíðina. Trúnaðarskyldan í brotum gegn börnum er einnig tekin til skoðunar. Þá er velt upp hvort þörf sé á ákvæði hvað varðar líkamlegt ofbeldi gegn börnum af hendi foreldra líkt og þau ákvæði er fjalla um kynferðisofbeldi gegn börnum af hendi foreldra í 200. gr. og 201. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940
  Almenn hegningarlög handa Íslandi árið 1869 voru fyrstu hegningarlög landsins. Miklar breytingar voru gerðar frá þeim í núgildandi lögum, almenn hegningarlög nr.19/1940 (hér eftir skammstöfuð alm.hgl.). Í ritgerðinni verður fjallað um þau líkamsárásarákvæði sem gilt hafa frá 1869 og helstu breytingar sem hafa verið gerðar á þeim. Einnig verður fjallað um barnaverndarlög (hér eftir skammstöfuð bvl.) og helstu verndarákvæði þeirra í samanburði við erlenda löggjöf.
  Farið verður yfir réttarframkvæmd þeirra mála þar sem börn hafa verið beitt ofbeldi og greint frá hvaða ákvæðum hefur verið beitt til fullnustu refsingar í þeim málum.
  Að lokum verður greint frá niðurstöðum þar sem fjallað verður um hvort núgildandi löggjöf veitir börnum næga vernd í réttarkerfinu eða hvort þörf sé á frekari ákvæðum í hegningarlögum þegar kemur að líkamlegu ofbeldi foreldra gegn barni.

Accepted: 
 • Apr 12, 2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11006


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
bakvidluktardyr.pdf245.65 kBOpenHeildartextiPDFView/Open