en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/11007

Title: 
 • Title is in Icelandic Meginreglan um frjálst sönnunarmat dómara í einkamálum
Submitted: 
 • June 2012
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Meginreglan um frjálst sönnunarmat dómara gildir bæði á sviði einkamálaréttarfars og sakamálaréttarfars. Í reglunni felst í grófum dráttum að það er dómarinn sem metur hvort staðhæfing um atvik er nægilega sönnuð.
  Meginreglur í réttarfari miða einkum að því að tryggja aðilum réttláta og skilvirka málsmeðferð, enda er það forsenda þess að dómskerfið þjóni tilgangi sínum og njóti trausts almennings. Vart er hægt að tala um réttláta málsmeðferð ef aðilar þurfa að bíða mjög lengi eftir að fá leyst úr ágreiningi sínum. Því má segja að krafan um skilvirka málsmeðferð sé hluti af kröfunni um réttláta málsmeðferð. Reglur í réttarfarslöggjöf hljóta einnig að miða að þessum markmiðum og byggjast á meginreglunum. Þegar ákveðið er í lögum að víkja frá meginreglunum ætti það að vera vegna þess að, í þessum undantekningartilvikum, hefur það verið talið þjóna betur markmiðunum um réttláta og skilvirka málsmeðferð fyrir dómstólum.
  Í íslensku réttarkerfi hefur verið valin sú leið að byggja á meginreglunni um frjálst sönnunarmat dómara frekar en að byggja almennt á lögbundinni sönnun. Af því má draga þá ályktun að hér sé talið að sú meginregla þjóni betur því markmiði að tryggja réttláta og skilvirka málsmeðferð fyrir dómstólum. Meginreglan er þó ekki fortakslaus og eru ýmis dæmi um lögbundna sönnun í íslenskri löggjöf. Dómurum eru sett ýmis takmörk varðandi frjálst sönnunarmat sitt. Þrátt fyrir meginregluna um frjálst sönnunarmat dómara er það því ekki frjálst að öllu leyti. Undantekningar frá meginreglunni setja dómurum vissan ramma en innan þess ramma gildir hið frjálsa sönnunarmat. Mörk þessa ramma eru þó að mörgu leyti óskýr. Hér verður leitast við að skoða þann ramma sem dómurum er settur og litið til þess hvernig lagareglurnar takmarka í framkvæmd frjálst sönnunarmat dómara í einkamálum. Í því skyni verður sérstaklega litið til takmarkatilvika og þeirra tilvika þar sem dómari hefur verið talinn fara út fyrir þennan ramma.

Accepted: 
 • Apr 12, 2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11007


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Nína Ritgerð.pdf271.37 kBOpenHeildartextiPDFView/Open