is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11008

Titill: 
 • Horft í skildinginn. Niðurskurður á íslenskum almenningsbókasöfnum í kjölfar efnahagshruns
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er niðurskurður eða samdráttur hjá íslenskum almenningsbókasöfnum í kjölfar efnahagshrunsins haustið 2008. Markmið rannsóknarinnar er að safna saman upplýsingum um hvort, og þá hvernig, skorið hefur verið niður á söfnunum og greina áhrif þess niðurskurðar.
  Í þessari rannsókn er leitað svara við þeirri spurningu hver séu áhrif niðurskurðar á starfsemi og þjónustu almenningsbókasafna á Íslandi.
  Upplýsinga var aflað hjá 20 almenningsbókasöfnum víðs vegar um landið auk þess sem tekin voru ítarleg viðtöl við fjóra forstöðumenn. Jafnframt voru skoðuð skrifleg gögn frá ýmsum opinberum aðilum og niðurskurður skoðaður í fræðilegu samhengi.
  Helstu niðurstöður eru þær að töluverður niðurskurður hefur átt sér stað á söfnunum og hefur sá niðurskurður áhrif á starfsemi safnanna, safnkost þeirra og starfsfólk. Á tímabilinu 2007 til 2011 hefur bæði starfsfólki og stöðugildum þátttökusafnanna fækkað. Þrátt fyrir niðurskurð er leitast við að veita áfram góða þjónustu á söfnunum og lágmarka neikvæð áhrif niðurskurðar á starfsemina.

 • Útdráttur er á ensku

  The object of this thesis is budget cuts (retrenchment/downsizing) in Icelandic public libraries following the economic disaster that hit the country in the fall of 2008. The purpose of the research is to collect information regarding if, and how, budget cuts have taken place and analysing the effects on public libraries.
  The author gathered information within 20 libraries across the country as well as taking thorough interviews with four library directors. In addition the author went through relevant literature in the field and looked at public data relevant to the topic.
  Results indicate that considerable budget cuts have been applied, influencing the libraries in variant ways, their operation, collection and staff. In the 20 libraries included in the research, both the number of employees and the number of jobs have dropped significally from 2007 to 2011. The remaining staff tries to continue providing good services and limit as possible the negative effects of diminishing funds.

Athugasemdir: 
 • Efnisorð: Opinber stjórnsýsla, almenningsbókasöfn, niðurskurður, samdráttur, samdráttaraðgerðir
Samþykkt: 
 • 12.4.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11008


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
EYT_MPA_lokautgafa.pdf1.16 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna