en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/11010

Title: 
 • Title is in Icelandic Casus mixtus cum culpa
Submitted: 
 • June 2012
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Eitt viðfangsefna kröfuréttar eru skaðabætur vegna vanefnda á samningi, svonefnd samningsábyrgð, en í skaðabótarétti er almennt fjallað um skaðabætur sem ekki eiga rætur að rekja til vanefndar á samningi. Innan beggja þessara greina lögfræði hefur verið talið að til sé regla sem geri það að verkum að skuldari geti í ákveðnum tilvikum borið ábyrgð á tilviljunarkenndum afleiðingum saknæmrar frumháttsemi. Sú regla hefur hlotið latneska heitið casus mixtus cum culpa en er oft stytt og nefnist þá reglan um casus mixtus. Í þessari yfirferð um regluna verður þó almennt notast við fyrra heitið.
  Markmið þessarar ritgerðar er að gera grein fyrir því hvað felst í reglunni um casus mixtus cum culpa innan kröfuréttar. Ekki verður fjallað sérstaklega um regluna á sviði skaðabótaréttar né verður fjallað um muninn á reglunni innan og utan samninga. Einungis verður fjallað um regluna á þeim vettvangi þar sem þörf krefur, til að komast nær því hvað í henni felst á sviði kröfuréttar. Um regluna í íslenskum rétti hefur lítt verið ritað og dómframkvæmd, þar sem á regluna reynir, er af skornum skammti. Af þessu leiðir að nokkuð verður litið til hinna Norðurlandanna um dómaframkvæmd. Einnig verður litið til skrifa norrænna fræðimanna til að varpa betur ljósi á hvað felst í reglunni um casus mixtus cum culpa.
  Í byrjun er nauðsynlegt að gera grein fyrir réttarsögulegum atriðum er lúta að reglunni og um það fjallar 2 kafli. Inntaki reglunnar eru gerð skil í kafla 3. Í kafla 4 eru reifuð sjónarmið um hvort reglan teljist sjálfstæður bótagrundvöllur eða frávik frá skilyrðinu um sennilega afleiðingu. Í kafla 5 er fjallað um helstu tilvik þar sem á regluna reynir. Í kafla 6 er gerð grein fyrir því hversu langt ábyrgð nær samkvæmt reglunni. Að lokum verða niðurstöður dregnar saman í 7 kafla.

Accepted: 
 • Apr 12, 2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11010


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Freyr_ritgerd.pdf288.14 kBOpenHeildartextiPDFView/Open