is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/1102

Titill: 
 • Útflutningur fersks fisks frá Íslandi og markaðsaðstæður í Þýskalandi og Bretlandi
Námsstig: 
 • Bakkalár
Höfundur: 
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Í ritgerð þessari er fjallað um markaði í Þýskalandi og Bretlandi fyrir ferskar fiskafurðir og útflutning Íslendinga á ferskum fiski. Leitað verður svara um hvort breytingar hafi orðið á markaði í Þýskalandi og Bretlandi fyrir ferskar fiskafurðir og í framhaldi af því hvernig Íslendingar hafa brugðist við þeim breytingum.
  Neysla á ferskum fiski er í stöðugri aukningu á stærsta markaði fyrir sjávar¬afurðir frá Íslandi þ.e. Bretlandi. Mest er aukningin í neyslu forpakkaðra afurða í Bretlandi og fer meiri sala fram í því formi en úr fiskborðum verslana. Í Þýskalandi hefur neysla á ferskum afurðum staðið í stað. Forpakkaðar afurðir eru nánast eingöngu þekkt sem fiskisalöt og marineraðar afurðir. Mest neysla á sjávarafurðum í Þýskalandi er í formi niðursoðinna og marineraðra afurða.
  Útflutningur á ferskum þorski og ýsu frá Íslandi hefur verið að aukast mikið sem hlutfall af heildarútflutningi þessara tegunda en útflutningur ufsa og karfa hefur verið nokkuð stöðugur. Mikilvægi Bretlands¬markaðar fyrir ferskar þorsk- og ýsuafurðir er verulegur og er alltaf að aukast. En útflutningur á ferskum ufsa- og karfaafurðum til Þýskalands hefur staðið nokkurn veginn í stað þrátt fyrir miklar sveiflur í útflutn¬ingi ufsa.
  Verðmæti útflutnings á þorsk- og ýsuafurðum hefur farið sífellt vaxandi á ár¬unum 1996-2001 vegna hærra vinnslustigs á þessum tegundum á Íslandi, hækkandi afurðaverðs og gengislækkunar krónunnar. Útflutnings¬verðmæti ferskra ufsa- og karfaafurða hefur ekki hækkað eins mikið og þorsk- og ýsu¬afurðir því að vinnsla á þessum tegundum er ekki eins fjölbreytt og vinnsla þorsks og ýsu. Einnig má nefna að gengi gjaldmiðla helstu viðskiptalanda Íslands með þessar afurðir hefur ekki hækkað eins mikið og gjaldmiðlar landa sem kaupa mikið af þorski og ýsu.
  Samkvæmt könnuninni sem gerð var í tengslum þetta verkefni hafa flest fyrir¬tæki á Íslandi sem starfa að ferskfiskvinnslu ekki langa reynslu af slíkri fram¬leiðslu. Oft er aðeins lítill hluti vinnslu þessara fyrirtækja ferskfiskvinnsla þótt hún hafi verið að aukast hjá þeim undanfarin ár. Ástæður aukinnar fram¬leiðslu fyrirtækjanna var í flestum tilfellum betri samgöngur og hærra mark¬aðsverð. Ferskfiskframleiðendur á Íslandi sinna stóreldhúsamarkaði erlendis í flestum tilfellum og er þorskur og karfi þær tegundir sem í aðallega eru unnar í ferskar afurðir.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
 • 1.1.2002
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/1102


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
utflutningurfersks.pdf737.74 kBTakmarkaðurÚtflutningur fersks fisks frá Íslandi og markaðsaðstæður í Þýskalandi og Bretlandi - heildPDF
utflutningurfersks_e.pdf115.66 kBOpinnÚtflutningur fersks fisks frá Íslandi og markaðsaðstæður í Þýskalandi og Bretlandi - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
utflutningurfersks_h.pdf165.52 kBOpinnÚtflutningur fersks fisks frá Íslandi og markaðsaðstæður í Þýskalandi og Bretlandi - heimildaskráPDFSkoða/Opna
utflutningurfersks_u.pdf142.97 kBOpinnÚtflutningur fersks fisks frá Íslandi og markaðsaðstæður í Þýskalandi og Bretlandi - útdrátturPDFSkoða/Opna