is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11021

Titill: 
  • Fjölmiðlar og friðhelgi einkalífs barna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Vernd friðhelgi einkalífs felur í sér mikilvæg mannréttindi. Þá vernd er víða að finna, í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 33/1944, í almennum lögum og í alþjóðlegum skuldbindingum. Verndin er ekki takmörkuð við sérstakan hóp, heldur á hún við um alla, börn þar með talin. Börn eru sjálfstæðir einstaklingar með eigin mannréttindi sem verður að vernda, líkt og vernda verður mannréttindi allra annarra. Þó er ekki nóg að veita börnum sömu vernd og öllum öðrum. Börn eru sérstaklega viðkvæmur hópur sem þarfnast þar af leiðandi sérstakrar verndar.
    Í þessari ritgerð verður það regluverk skoðað sem veitir friðhelgi einkalífs barna vernd. Verður það gert í samhengi við umfjöllun fjölmiðla um börn. Kannað verður hvort þau ákvæði sem finna má í stjórnarskrá, alþjóðlegum skuldbindingum, almennum lögum eða öðrum reglum nægi til þess að vernda börn og friðhelgi einkalífs þeirra í fjölmiðlaumfjöllun. Fjölmiðlar njóta vissulega tjáningarfrelsis, m.a. samkvæmt 73. gr. stjórnarskrárinnar. Þeir verða þó, eins og allir aðrir, að fara eftir þeim reglum sem settar hafa verið til þess að vernda friðhelgi einkalífs.
    Farið verður yfir vernd stjórnarskrárinnar og alþjóðlegra skuldbindinga sem Ísland hefur gengist undir, meðal annars samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins frá 1989. Þar á eftir verður vernd almennra laga skoðuð og því næst litið á þær siða- og starfsreglur sem settar hafa verið, t.d. siðareglur Blaðamannafélags Íslands. Þá verður litið til þeirra ábendinga sem nýlega hafa komið frá umboðsmanni barna á Íslandi um hvað betur megi fara á þessu sviði. Að lokum verður fjallað stuttlega um það hvernig vernd friðhelgi einkalífs barna er háttað í Noregi.

Samþykkt: 
  • 12.4.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11021


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Edda Hreinsdóttir.pdf252.56 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna