Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/11023
Í þessari ritgerð er fjallað um prókúruumboð og skaðabótaábyrgð prókúruhafa. Það er athyglisvert umfjöllunarefni þar sem ekki hefur verið skrifað mikið um efnið hér á landi og auk þess er dómaframkvæmd ekki mikil.
Uppsetning ritgerðarinnar er sú að samhengisins vegna er nauðsynlegt að gerð sé í upphafi grein fyrir helstu tegundum umboða og megineinkennum þeirra. Að því loknu er svo fjallað sérstaklega um prókúruumboð og þau lagaákvæði sem helst koma til skoðunar við notkun á slíkum umboðum. Í síðari hluta ritgerðarinnar er svo fjallað um reglur er varða bótaábyrgð prókúruhafa. Fjallað er um hvers konar bótaábyrgð kemur til skoðunar og hvernig reglunum hefur verið beitt í framkvæmd og er þá fyrst og fremst stuðist við dómafordæmi Hæstaréttar Íslands. Í lokorðum eru svo helstu atriði ritgerðarinnar dregin saman.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Um prókúruumboð og skaðabótaábyrgð prókúruhafa.pdf | 357,48 kB | Open | Heildartexti | View/Open |