is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11024

Titill: 
 • Einn réttur - ekkert svindl. Áhrif hnattvæðingar á þróun verkalýðshreyfingar
 • Titill er á ensku Globalization and trade unions
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Hnattvæðing hefur haft mikil áhrif á verkalýðshreyfinguna og dregið úr mætti hennar að flestra mati. Áhrifin á launafólk í heiminum hafa orðið gríðarleg og dökkar myndir eru dregnar upp af afleiðingunum. Úthýsing, atvinnumissir, þvingunarvinna, félagsleg undirboð, mannréttindabrot, barnaþrælkun, mansal, vændi og fleiri atriði eru nefnd. En það er líka bent á jákvæðar hliðar, eins t.d. að í Austur-Asíu hafi milljónir manna risið upp úr fátækt. Erlendar rannsóknir sýna hins vegar að víðast hvar líta verkalýðsfélög hnattvæðinguna hornauga og eru hreinlega á móti henni. Félögum í verkalýðsfélögum fækkar í flestum löndum heims og margir óttast um framtíð þeirra.
  Staða þessara mála á Íslandi er nokkuð önnur, eins og rannsóknin í þessu verki sýnir. Flestir forystumenn verkalýðshreyfingarinnar á Íslandi sjá hnattvæðinguna í jákvæðu ljósi. Hún sé komin til að vera og því eins gott að spila með. Þrátt fyrir þessa upplifun bendir forystan á fleiri neikvæðar hliðar hnattvæðingarinnar fyrir launafólk en jákvæðar.
  Rannsóknin er eigindleg og í verkinu er borin saman upplifun verkalýðsleiðtoga á Íslandi við það sem fram kemur í fyrri rannsóknum og við álit fræðimanna. Einnig er að hluta stuðst við megindleg gögn. Önnur og sambærileg rannsókn hefur ekki verið gerð á Íslandi.
  Flest verkalýðsfélög á Íslandi hafa breytt sinni starfsemi til þess að mæta áhrifum hnattvæðingar. Í rannsókninni kemur fram að áhrifanna hafi farið að gæta af fullum þunga hér á landi í kjölfar innleiðingar EES samningsins árið 1994 en þó sérstaklega í góðærinu fyrir efnahagshrunið, sem hér varð haustið 2008.
  Það er mat íslenskra verkalýðsleiðtoga, alþjóðasambanda verkalýðsfélaga og fræðimanna, að þrátt fyrir að máttur verkalýðshreyfingarinnar fari þverrandi á tímum hnattvæðingar, muni hún áfram lifa góðu lífi. En til þess verði að hnattvæða samstöðuna enn frekar.

 • Útdráttur er á ensku

  Globalization has had a huge effect on the trade union movement and has reduced its power according to many. The impact on workers in the world is enormous and the consequences seem bleak. Outsourcing, loss of employment, forced labour, social dumping, violations of human rights, child labour, trafficking, prostitution and other items have been revealed. However, some more positive aspects have also been mentioned, such as the fact that in East Asia millions of people have risen from poverty. Several studies show that most unions are suspicious of globalization and are simply against it. Union membership has decreased in most countries and many fear for the future of trade unions.
  The figure in Iceland is different, as the study in this work shows. Most leaders of the labour movement in Iceland see globalization in a positive light. They say that it is here to stay and therefore it is best to go along with it. Nevertheless, despite this prevalent opinion, leaders point out more negative aspects of globalization for workers in Iceland than positive ones.
  The research is qualitative and this essay describes the opinions of the Icelandic union leaders compared with those shown in previous studies by other scholars. It is also partly based on quantitative data. Other similar studies have not been conducted in Iceland.
  Most trade unions in Iceland have changed their operations to counter the impact of globalization. The study shows that the effects began to become apparent in Iceland following the introduction of the EEA agreement in 1994, particularly during the economic boom just previous to the economic collapse in the fall of 2008.
  It is the opinion of the Icelandic trade union leaders, the international trade union federations and the academic community, that despite of the diminishing power of the labour movement in times of globalization, the labour movement will continue to flourish. However, this can only happen if the movement further expands its solidarity on a global basis.

Styrktaraðili: 
 • Minningarsjóður Eðvarðs Sigurðssonar
Tengd vefslóð: 
Samþykkt: 
 • 12.4.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11024


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Katrín Bald.pdf1.25 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna