is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11028

Titill: 
  • Meginreglan um hraða málsmeðferð í einkamálaréttarfari
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Meginreglur einkamálaréttarfars eru þær grundvallarreglur sem gilda um meðferð einkamála. Reglan um hraða málsmeðferð er meginregla í einka- og sakamálaréttarfari og í henni felst að meðferð máls sé hraðað eftir því sem kostur er. Eins og heiti ritgerðarinnar gefur til kynna mun umfjöllunin hér einskorðast við meginregluna um hraða málsmeðferð í einkamálaréttarfari. Reglan er lögfest í 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 (hér eftir skammstöfuð stjskr.) og 1. mgr. 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu, en sáttmálanum var veitt lagagildi með lögum nr. 62/1994 (hér eftir skammstafaður MSE). Meginreglan um hraða málsmeðferð setur auk þess svip sinn á ýmis ákvæði laga um meðferð einkamála nr. 91/1991 (hér eftir skammstöfuð eml.), þótt ekki sé hún þar orðuð með berum hætti. Meginreglan nýtur því stjórnarskrárverndar og verður ekki afnumin með réttlægri réttarheimildum. Aðildarríkjum MSE er einnig skylt að virða meginregluna um hraða málsmeðferð.
    Í ritgerðinni verður meginreglan um hraða málsmeðferð skoðuð út frá MSE, dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu (hér eftir skammstafaður MDE), íslenskum lögum og íslenskri dómaframkvæmd er hana varða. Efnistök ritgerðarinnar eru á þá leið að í upphafi verður fjallað almennt um meginreglur einkamálaréttarfars. Þar á eftir er umfjöllun um ákvæði stjskr. og MSE um réttinn til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi, þ.m.t. meginregluna um hraða málsmeðferð. Þá verður skýrt frá því hvernig MDE metur hvort óhæfilegur dráttur teljist hafi orðið á meðferð mála í aðildarríkjunum. Í framhaldi af því verður gerð grein fyrir helstu ákvæðum eml. sem fjalla um meginregluna um hraða málsmeðferð og dómaframkvæmd Hæstaréttar á því sviði. Í lokin verður síðan stutt umfjöllun um önnur lög en eml., þar sem greina má ætlun löggjafans um að málsmeðferð verði hraðað.

Samþykkt: 
  • 13.4.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11028


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Erla Guðrún_ritgerð.pdf244.41 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna