is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/11029

Titill: 
  • Almenningsþörf í skilningi 72. gr. stjórnarskrárinnar og endurskoðun dómstóla
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 er kveðið á um vernd eignarréttar og skilyrði fyrir skerðingu hans. Eitt skilyrði fyrir eignarnámi er áskilnaður um almenningsþörf. Hugtakið almenningsþörf er matskennt og breytilegt frá einum tíma til annars, það hefur ekki verið lögfest en almennt er það metið sem svo að almenningshagsmunir séu ríkari en einstaklingshagsmunir. Markmið þessarar ritgerðar er að varpa ljósi á almenningsþörf í skilningi 1. mgr 72. gr. stjskr. Skoðaðar eru kenningar innan lögfræði er varða skilgreiningar á almenningsþörf og hvað felist í hugtakinu. Dómar, þar sem reynt hefur á hvort skilyrði um almenningsþörf hafi verið uppfyllt við ákvörðun um eignarnám, eru reifaðir.
    Rætt verður um hið svokallaða tvíþætta skilyrði sem felst í almenningsþörf þegar ákvörðun um eignarnám er tekin. Skilyrði þessi hafa verið nefnd réttlætisþátturinn og nauðsynjaþátturinn og skoðað er hver fari með mat þessara þátta. Þá er fjallað um eignarnámsheimildir í settum lögum og hvernig réttlætis- og nauðsynjaþátturinn birtist í þeim. Í mörgum tilfellum er stjórnvöldum falið mat á almenningsþörf á grundvelli þessara eignarnámsheimilda, en þar sem heimildir til eignarnáms í lögum geta verið almennar er stjórnvöldum veitt aukið svigrúm til matskenndra ákvarðana.
    Ítarlega verður vikið að því hvort dómstólar telja sig bæra til að endurskoða mat löggjafans á almenningsþörf. Dómar verða reifaðir þar sem reynir á endurskoðunarvald dómstóla og kannað hvort einhver þróun hefur átt sér stað í þeim efnum. Endurskoðun dómstóla verður skoðuð með hliðsjón af því hvort eignarnámsheimild sé byggð á almennri eða sértækri lagaheimild og hvort munur sé þar á þegar kemur að valdi dómstóla til að endurkoða matið á almenningsþörf við eignarnám.

Samþykkt: 
  • 13.4.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11029


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Almenningsþörf í skilningi 72. gr. stjórnarskrárinnar og endurskoðun dómstóla.pdf72.16 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna