is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/11036

Titill: 
  • Hvernig samrýmist 27. gr. samkeppnislaga íslensku stjórnarskránni?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið hefur verið uppspretta dægurþras og rígs frá því að umræður um hann komu fyrst til sögunnar á níunda áratugnum. Þær deilur eru langt frá því að vera afstaðnar, því reglulega koma upp álitamál um framsal ríkisvalds vegna reglugerða og tilskipana sem innleiddar eru vegna skuldbindinga samkvæmt samningnum. Ein þessara reglugerða er reglugerð ráðsins (EB) nr. 1/2003 um framkvæmd samkeppnisreglna en á grundvelli hennar voru samkeppnislög nr. 44/2005 lögfest. 27. gr. þeirra er nýlunda í íslenskum lögum að því leyti að ekki eru til eldri dæmi um að íslenskir dómstólar séu bundnir af ákvörðunum alþjóðlegra stofnana við úrlausn mála sem þeir annars eiga lögsögu í. Þetta ákvæði, sem er sérstakt fyrir margar sakir, er umfjöllunarefni ritgerðar þessarar sem skiptist í sjö kafla. Á eftir inngangskaflanum sem er sá fyrsti, er litið yfir farinn veg og farið yfir aðdraganda lögfestingar samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, markmið hans og ólík sjónarmið við framkvæmd, beitingu og skýringu samningsins. Í þriðja kafla verður efni 27. gr. samkeppnislaga skoðað ítarlega, farið yfir aðdragandann að lögfestingu ákvæðisins og rök með og á móti lögfestingunni kynnt. Í fjórða kafla er fjallað um stjórnarskrána og framsalsheimildir íslenskrar stjórnskipunar. Í fimmta kafla eru tekin fyrir álitaefni um 27. gr. samkeppnislaga og gerð heiðarleg tilraun til að svara því, hvort ákvæðið samræmist valdheimildum löggjafans samkvæmt íslenskri stjórnskipan. Í sjötta kafla er leitast við að svara þeirri spurningu, hvort þörf sé á stjórnarskrárbreytingu um framsal ríkisvalds til alþjóðastofnana. Í sjöunda og lokakaflanum eru helstu niðurstöður dregnar saman í lokaorðum.

Samþykkt: 
  • 13.4.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11036


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Brynja Björg Halldórsd-ritgerð.pdf314,4 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna