is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11045

Titill: 
  • Af góðum hug koma góð verk. Íslensk þróunarsamvinna og alþjóðleg markmið þróunarsamvinnu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður fjallað um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands. Markmið ritgerðarinnar er að skoða að hvaða leyti íslensk þróunarsamvinna samræmist alþjóðlegum markmiðum um þróunarsamvinnu sem íslensk stjórnvöld hafa skuldbundið sig til að vinna að. Annars vegar verður litið til alþjóðlegra markmiða Pearson nefndar frá árinu 1969. Hins vegar verður tekið mið af Þúsaldarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna frá árinu 2000. Við mat á því hvernig íslensk þróunarsamvinna samræmist þessum viðmiðum verður sérstaklega horft til laga um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands sem voru samþykkt á Alþingi árið 2008 og til umræðna og greinargerðar í tengslum við frumvarp til þeirra laga. Auk þess verður litið til stefnumiða frá utanríkisráðuneyti og Þróunarsamvinnustofnun Íslands.
    Helstu niðurstöður eru að íslensk þróunarsamvinna leitast við að starfa í samræmi við alþjóðleg markmið sem stjórnvöld hafa samþykkt að vinna að. Það hafa orðið miklar framfarir í málaflokknum frá aldamótum og urðu ákveðin tímamót með lagasetningunni árið 2008. Með nýju lögunum er markaður grundvöllur sem leiðir til þess að hægt verði að byggja enn frekar upp markvissa og áreiðanlega þróunarsamvinnu. Það er þó enn langt í land á ákveðnum sviðum, sérstaklega í tengslum við aukningu fjárframlaga, en framlög minnkuðu mikið í kjölfar efnahagserfiðleika árið 2008. Metnaðarfull markmið gefa þó til kynna að það sé mikill vilji til staðar fyrir frekari framförum á komandi árum.

Samþykkt: 
  • 14.4.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11045


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Af góðum hug koma góð verk.pdf577.14 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna