en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/11047

Title: 
  • Title is in Icelandic Ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins með hliðsjón af forúrskurðum Evrópudómstólsins
Submitted: 
  • April 2012
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í hinum sameiginlega markaði sem kveðið var á um í Rómarsáttmálanum fólst markaðs- og tollabandalag aðildarríkja bandalaganna. Í markaðsbandalaginu fólust reglur um fjórfrelsið; frjálst flæði vöru, þjónustu, vinnuafls og fjármagns. Með sameiginlega markaðnum átti einnig að tryggja að sameiginlegar samkeppnisreglur giltu meðal fyrirtækja á markaðssvæðinu. Markaðsbandalagið var styrkt með einingarlögunum 1986 og endurnefnt sem innri markaður Evrópu. Með samningnum um Evrópska Efnahagssvæðið (EES) sem tók gildi árið 1994 fengu EFTA-ríkin aðild að hinum innra markaði. Þar með varð til sameiginlegt efnahagssvæði í Evrópu sem grundvallast á efnahagslegu frelsi.
    Dómstólar gegna mikilvægu hlutverki í að tryggja að sú hugsjón sem lá að baki stofnun sameiginlegs efnahagssvæðis í Evrópu nái fram að ganga. Dómstólar EFTA-ríkjanna hafa heimild til að afla ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins. Með því eiga þeir samtal við EFTA-dómstólinn sem stuðlar að því að reglum EES sé beitt með samræmdum hætti. Með því er stuðlað að markmiðinu um einsleitni þar sem allir aðilar á efnahagssvæðinu búa við sömu samkeppnisskilyrði. Í þessari ritgerð verður heimildin um ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins tekin til nánari skoðunar. Markmið, framkvæmd og áhrif heimildarinnar verður kannað með sérstaka hliðsjón af íslenskum rétti. Fyrst verður fjallað um inntak forúrskurða Evrópudómstólsins, sem eru fyrirmynd heimildarinnar um ráðgefandi álit. Þeir gegna því hliðstæða hlutverki að stuðla að sameiginlegri beitingu Evrópuréttar innan ríkja Evrópusambandsins. Eftir því sem við á verður kannað hvað er líkt með heimildunum og hvað skilur þær að.

Accepted: 
  • Apr 14, 2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11047


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Hannes Ágúst Sigurgeirsson-ritgerð.pdf319.39 kBOpenHeildartextiPDFView/Open