en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/11048

Title: 
 • Title is in Icelandic Sönnunarbyrði um afleiðingar læknisverks
Submitted: 
 • April 2012
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Það má ganga að því sem vísu að hvert mannsbarn þurfi einhvern tímann á lífsleiðinni að leita aðstoðar læknis. Læknavísindin þróast áfram á ógnarhraða og mun meiri sérhæfingar gætir á því sviði eftir því sem tækninni fleygir fram. Óhjákvæmilega gera læknar mistök eins og aðrir en það er viðurkennd regla að þeir séu ábyrgir fyrir mistökum sínum sem verða vegna vankunnáttu og óreiðu í starfi. Staða tjónþola við að færa fram sönnur á mistökum lækna getur verið afar erfið og snúin en oft á tíðum líða mörg ár þangað til skaðabótamál eru höfðuð. Þar að auki getur verið erfiðleikum bundið fyrir tjónþola að sanna að líkamstjón sem hann hefur hlotið í kjölfar læknisverks megi rekja til saknæmrar háttsemi lækna.
  Markmið þessarar ritgerðar er að varpa ljósi á eðli og inntak sönnunarbyrðar um afleiðingar gáleysislegs læknisverks. Meginreglan er sú að tjónþoli ber sönnunarbyrði um að líkamstjón hans megi rekja til saknæmrar háttsemi læknis. Skoðað verður hvenær það komi til greina að fella framangreinda sönnunarbyrði á meintan tjónvald þ.e. lækninn, þannig að á honum hvíli að sanna að hin saknæma háttsemi hans, sem telst sönnuð, hafi þrátt fyrir allt ekki verið orsök líkamstjóns tjónþolans. Í þessu sambandi verða reglur um sönnun orsakatengsla raktar og kannað verður hvort sönnunarregla um afleiðingar læknisverks, sem orðuð hefur verið af fræðimönnum, sé í samræmi við dómaframkvæmd Hæstaréttar.
  Ritgerðin skiptist í fjóra meginkafla. Fyrst verður lagaumhverfi lækna tekið til skoðunar, farið verður yfir einstök ákvæði læknalaga nr. 53/1988 en auk þess verður vikið stuttlega að lögum um réttindi sjúklinga nr. 74/1997. Þá verður fjallað um siðareglur sem Læknafélag Íslands hefur sett félagsmönnum sínum, Codex Ethicus.
  Í þriðja kafla verður fjallað almennt um sérfræðiábyrgð. Spurningum á borð við hvað sé sérfræðiábyrgð, hverjir teljast vera sérfræðingar og hvort sérfræðiábyrgð teljist til bótaskyldu innan eða utan samninga, verður svarað. Þá verður bótagrundvöllur sérfræðiábyrgðarinnar einnig kannaður.
  Í fjórða kafla verður sönnunarbyrði um afleiðingar læknisverks tekin til skoðunar. Fjallað verður um sönnun þegar sakarreglan er bótagrundvöllurinn og farið sérstaklega yfir frávik frá meginreglunni um sönnunarbyrði tjónþola um orsakatengsl. Reifaðir verða dómar Hæstaréttar og kannað hvenær það geti komið til greina að snúa sönnunarbyrðinni við um afleiðingar gáleysislegs læknisverks. Að lokum verða helstu niðurstöður ritgerðarinnar dregnar saman.

Accepted: 
 • Apr 16, 2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11048


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BA - ritgerð - Betzy Ósk Hilmarsdóttir.pdf257.2 kBLocked Until...2040/01/01HeildartextiPDF