is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11053

Titill: 
 • Stórfelld líkamsárás og tilraun til manndráps: mörk 2. mgr. 218. gr. og 211. gr., sbr. 20. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940.
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Ofbeldi sem beinist að lífi og líkama manns er eitt alvarlegasta brot sem framið er í samfélagi okkar. Í þessari ritgerð verður reynt að gera grein fyrir mörkum tveggja mismunandi refsiákvæða ofbeldisbrota, þ.e. stórfelldrar líkamsárásar samkvæmt 2. mgr. 218. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, þegar ekki hlýst mannsbani af atlögu, og tilraunar til manndráps skv. 211. gr., sbr. 20. gr. hgl.
  Fjallað verður almennt um ákvæði 218. gr. hgl., hvaða breytingar voru gerðar á því með lögum nr. 20/1981 og hvert andlag slíkra brota er. Vikið verður að skilunum milli málsgreinanna í ákvæðinu og helst litið til dómaframkvæmdar, þar sem dómvenjur hafa mótast um heimfærslu brota undir ákvæðin í réttarframkvæmd. Því næst verður inntak 2. mgr. skoðað með áherslu á þegar stórfellt líkams- eða heilsutjón hlýst af atlögu og þegar hættulegri aðferð er beitt með vísan til ytri atvika geranda. Einnig verður fjallað um hver hin huglægu og hlutlægu skilyrði refsiábyrgðar eru.
  Tilviljanir einar geta ráðið því að ekki hlýst mannsbani af stórfelldri líkamsárás sem reynist oft manndráps tilraun skv. 211. gr., sbr. 20. gr. hgl., en fjallað verður um tilraunarákvæðið 20. gr. hgl. og hver skilyrðin eru svo því sé beitt. Því næst verður farið í ásetningsstig tjónsbrota og þá hver hin huglæga afstaða geranda var á verknaðarstundu.
  Í lokin verður réttarframkvæmd skoðuð til þess að greina mörk þessa ákvæða og þá hvaða afleiðingar árásar og verknaðaraðferð teljist vera stórfelld líkamsárás eða tilraun til manndráps.

Samþykkt: 
 • 16.4.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11053


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sunna Kápa.pdf105.05 kBOpinnKápaPDFSkoða/Opna
Sunna Sigurjónsdóttir_ritgerð.pdf187.25 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna