en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/11055

Title: 
  • Title is in Icelandic Um afturvirkni skattalaga
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Af 40. og 77. gr. stjórnarskrárinnar leiðir að Alþingi fer með ákvörðunarvald um skatta, en þar að baki liggur sú krafa lögmætisreglunnar að þjóðkjörnir fulltrúar taki ákvarðanir um meginatriði skattheimtu. Skattar eru að meginstefnu lagðir á til að fylgja eftir tekjuáætlunum ríkissjóðs eins og þær birtast í fjárlögum, en samkvæmt 42. gr. stjórnarskrárinnar er það Alþingi sem fer með fjárstjórnarvaldið. Samt sem áður hefur þingið ekki óbundnar hendur í þessum efnum heldur ber því vegna íþyngjandi eðlis skatta að hafa í heiðri ákveðin stjórnarskrárvarin réttindi borgaranna. Krafan um að löggjafinn gæti hófs við setningu skattalaga er einkum risin af vernd eignarréttarins, sbr. 72. gr. stjórnarskrárinnar, sem og jafnræði borgaranna, sbr. 65. gr. hennar. Í þessari ritgerð stendur til að gera grein fyrir framangreindum meginreglum stjórnskipunar og þeim auknu kröfum sem gerðar voru með breytingum á stjórnarskrá með stjórnarskipunarlögum nr. 97/1995. Þeim breytingum fylgdu m.a. nýmæli um bann við afturvirkni skattalaga og hömlur á framsali skattlagningarvalds, sbr. 77. gr. stjórnarskrárinnar, en þær breytingar mátti m.a. að rekja til alþjóðlegrar þróunar á sviði mannréttinda. Í því skyni verður í upphafi gerð grein fyrir afturvirkni laga og hugtakinu skattur. Því næst verður fjallað um tildrög þess að bann við afturvirkni skattalaga var sett í 2. mgr. 77. gr. stjórnarskrárinnar og réttarframkvæmd fyrir og eftir gildistöku stjórnarskipunarlaga nr. 97/1995 skoðuð. Gerð verður grein fyrir tengslum afturvirkrar skattlagningar og 72. gr. stjórnarskrárinnar um friðhelgi eignarréttar og þeirra sjónarmiða sem þar vegast á, þ.e. annars vegar tekjuöflunarþörf hins opinbera og hins vegar eignarréttaröryggi borgaranna. Að lokum verður svo gerð nánari grein fyrir þeim áskilnaði skatthugtaksins að gætt sé jafnræðis við skattlagningu og hvað felist í jafnræðisregla 65. gr. stjórnarskrárinnar.

Accepted: 
  • Apr 16, 2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11055


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Stefán Jóhann Jónsson_læst.pdf320.62 kBLocked Until...2038/04/27HeildartextiPDF