en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/11059

Title: 
 • Title is in Icelandic Almenningsþörf í skilningi 72. gr. stjórnarskrárinnar. Hver metur hvort almenningsþörf sé fullnægt?
Submitted: 
 • April 2012
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Eignarrétturinn er friðhelgur, sbr. 1. mgr. 72. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944. Ákvæðinu er ætlað að koma í veg fyrir það að lagðar verði fjárhagslegar byrðar á menn, oftast í þágu annarra eða almannahagsmuna, en þær byrðar má telja óréttlátt að þeir einir beri. Í ákvæðinu kemur fram að almenningsþörf verði að vera til staðar, þegar taka á eign eignarnámi, en hugtakið almenningsþörf þykir mjög matskennt.
  Í almenna hluta ritgerðarinnar verður stiklað á stóru um eignarréttarákvæðið. Í öðrum kafla verður stuttlega fjallað um sögu eignarréttarákvæðis stjórnarskrárinnar. Í þriðja kafla verður skoðað hvað telst vera eign í skilningi ákvæðisins og í þeim fjórða er loks fjallað um skilyrðin sem sett eru fram í 1. mgr. 72. gr. stjskr. til þess að eignarnám geti átt sér stað og verður þar sérstaklega fjallað um skilyrðið um almenningsþörf. Skoðað verður hvernig almenningsþörfin er útskýrð í stjórnarskrám Norðurlandanna og hvernig hún birtist í Mannréttindasáttmála Evrópu.
  Sértæki hluti þessarar ritgerðar byrjar í fimmta kafla þar sem tekin verður til umfjöllunar áskilnaður almenningsþarfar, þ.e. nauðsynjar- og réttlætisþáttur hennar. Í kjölfarið verður í sjötta kafla vikið að meginumfjöllunarefninu, þ.e. hver sjái um að meta almenningsþörfina. Sérstaklega verður fjallað um það þegar löggjafinn metur þörfina sjálfur en einnig þegar stjórnvöldum er framselt matið. Að endingu verður það skoðað hvort dómstólar geti endurskoðað matið, bæði hjá löggjafanum og stjórnvöldum.
  Meginmarkmið þessarar ritgerðar er að svara spurningunum: Hver metur það hvort skilyrðinu um almenningsþörf sé fullnægt þegar taka á eign eignarnámi? Er þessu mati settar einhverjar skorður?

Accepted: 
 • Apr 16, 2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11059


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Loka.pdf265.53 kBOpenMeginmálPDFView/Open
Forsíða.pdf106.44 kBOpenKápaPDFView/Open