is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11067

Titill: 
  • Skýringar og upplifun almennings á efnahagshruninu árin 2008 til 2009: Tengsl reiði, trúar á réttlátan heim og réttlætingar kerfisins við upplifun og skýringar á efnahagshruninu.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Efnahagshrunið sem varð á Íslandi árin 2008 og 2009 hefur haft víðtæk áhrif á samfélagið. Hér er leitast við að svara því hvernig fólk upplifir efnahagshrunið og hvaða skýringar það gefur á orsökum þess. Þá er athugað hvar fólk telur sök á efnahagshruninu liggja og hvort það trúi að þeir sem eigi sök á efnahagshruninu verði sakfelldir. Farið er í spor Leiser, Bourgeois-Gironde og Benita (2010) sem skoðuðu hvort fólk vísar til mannlegra eða kerfislægra þátta þegar það skýrir efnahagshrunið. Spurningalisti þeirra var lagður fyrir og skoðað hvernig þáttabygging skýringa á efnahagshruninu er á Íslandi í samanburði við þeirra niðurstöður. Þá er spurt sérstaklega um sök og sakfellingu og athugað hvernig skýringar og upplifun á efnahagshruninu standa í sambandi við sálfræðilegar kenningar um upplifun á reiði, trú á réttlátan heim (e. belief in a just world) og réttlætingu kerfisins (e. system justification). Notast er við þáttagreiningu, aðhvarfsgreiningu, miðlunargreiningu og fylgnisambönd. Niðurstöður sýna að þeir sem trúa á réttlátan heim hafa meiri trú á að þeir sem ollu bankahruninu verði sakfelldir og eru bjartsýnni á horfur í efnahagslífinu. Þeir sem verja kerfið eru ólíklegri til að telja siðferðisbresti, heimsku, stjórnmálamenn og útrásarvíkinga hafa átt þátt í efnahagshruninu. Þeir sem segjast upplifa reiði eru aftur á móti líklegri til að telja þessa þætti eiga þátt í efnahagshruninu. Þá minnkar samband reiði við sök siðferðisbresta þegar tekið er tillit til réttlætingar kerfisins.
    Efnisorð: stjórnmálafræði, efnahagshrunið, réttlæting kerfisins, trú á réttlátan heim, reiði

Samþykkt: 
  • 18.4.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11067


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Karen Erla_ritgerð.pdf777.34 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna