is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11073

Titill: 
  • Útgáfuferli skáldverka. Hvernig er best að haga útgáfu skáldverka og markaðsfærslu þeirra á íslenskum markaði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Íslendingar eru og hafa ávallt verið mikil bókaþjóð. Skáldverk hafa því haft mikla sérstöðu hér á landi. Megintilgangur ritgerðarinnar er að svara spurningunni: Hvernig er best að haga útgáfu skáldverka og markaðsfærslu þeirra á íslenskum markaði? Svarið við spurningunni á að veita hinum almenna borgara og rithöfundum ákveðna innsýn og leiðbeiningar um það hvernig útgáfuferli skáldverks er háttað og hvernig markaðsfærsla getur nýst þeim og bókaforlögum í komandi framtíð til þess að markaðsetja skáldverk til hins betra.
    Meginmarkmið rannsóknarinnar var þess vegna að komast að því hvernig best væri að haga útgáfu skáldverka og markaðsfærslu þeirra miðað við þær mismunandi útgáfuleiðir sem bjóðast á markaðinum í dag. Markaðsfærslan verður einnig borin almennt saman við markaðsaðferðir rithöfunda og útgefenda á bókamarkaði. Athugað verður hvort að bókamarkaðurinn nýti sér markaðsfræði við markaðssetningu skáldverka. Til þess að nálgast viðfangsefnið verður fjallað um útgáfuferli skáldverka, um hagsmunaaðila, um markaðsferlið og tekin eigindleg viðtöl.
    Rannsakandinn notaðist við eigindlega aðferðafræði og helstu niðurstöður sýndu fram á það að hægt væri að fara þrjár mismunandi leiðir í útgáfu skáldverka á íslenskum markaði. Rithöfundar og bókaútgefendur virðast vanrækja markaðsfærsluna þegar kemur að gefa út skáldverk vegna þess að sérfræðiþekking innan bókaforlaganna er ekki nægilega mikil til þess að nýta bestu aðferðir markaðsfærslunnar. Höfundur telur að nauðsynlegt sé fyrir rithöfunda á íslenskum markaði að vera meðvitaðri um þær mismunandi leiðir sem hægt sé að fara varðandi útgáfu skáldverka, því engin ein leið er réttari en önnur. Einnig er mikilvægt að huga að markaðsfærslunni svo skáldverk almennt nái forskoti á íslenskum markaði, jafnt og á erlendri grundu. Það að skilgreina þarfir neytenda og herja á réttan markhóp, getur skipt sköpum fyrir rithöfund, ef hann stefnir að því að láta rödd sína heyrast í þjóðfélaginu. Mikilvægt er því fyrir rithöfunda að þeir séu sýnilegir og veki athygli, nýti sér tengslanetið og komi sér betur á framfæri, svo skáldverk gleymist ekki.

Samþykkt: 
  • 20.4.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11073


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS lokaritgerð,Fanney Einarsdóttir.pdf1.51 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna