is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11075

Titill: 
  • Stuðningur foreldra við nám framhaldsskólanema. Hvað vilja unglingarnir sjálfir?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknarinnar var að fá innsýn í hvernig unglingar í framhaldsskóla skynja þann stuðning í námi sem þau fá frá foreldrum sínum og hvers konar stuðning þau vilja að foreldrarnir veiti þeim. Mikilvægt er að unglingar í framhaldsskóla fái stuðning, meðal annars til að minnka líkur á brotthvarfi frá námi, og því er brýnt að vita hvað styður þau mest. Rannsóknin var unnin veturinn 2006-2007 með eigindlegum rannsóknaraðferðum. Tekin voru opin viðtöl við sex framhaldsskólanemendur á aldrinum 16-17 ára og einnig við tvo náms- og starfsráðgjafa í framhaldsskólum. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að unglingunum fannst mikill styrkur að vita af áhuga foreldra sinna og fá þann námslega stuðning sem foreldrar eru færir um að veita hverju sinni. Einnig kom í ljós að unglingarnir vilja finna fyrir aðhaldi foreldra og að borin sé virðing fyrir því að námið sé þeirra vinna. Unglingarnir leggja mikla áherslu á sjálfstæði sitt en vilja jafnframt vita að þau eigi stuðning foreldranna vísan. Vonast er til að niðurstöðurnar nýtist foreldrum og forráðamönnum framhaldsskólanema til að hvetja og styrkja unglingana sína á árangursríkan hátt. Þær ættu einnig að vera gagnlegar fyrir náms- og starfsráðgjafa og nýtast þeim í samskiptum við foreldra.

Samþykkt: 
  • 23.4.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11075


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA-ritgerð Ernu.pdf513.27 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna