is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11078

Titill: 
 • Árangurstengd laun fjármálafyrirtækja, breytt kerfi eftir hrun
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni ritgerðarinnar er árangurstengd laun í fjármálafyrirtækjum og ástæður fyrir innleiðingu hvatakerfa ásamt kostum þeirra og göllum. Þá verða skoðaðar þær leiðir sem vænlegast er að fara við uppbyggingu nýrra hvatakerfa eftir hrun fjármálakerfisins, með tilvísun í nýja reglugerð Fjármálaeftirlitsins og alþjóðlegra fjármálasamtaka.
  Markmiðið með rannsókninni er að skoða hvort hin nýja reglugerð Fjármálaeftirlitsins um hvatakerfi fjármálafyrirtækja stuðli að frekari fjármálastöðugleika.
  Rannsóknarspurningin er: „Hver eru líkleg áhrif nýrra reglna um árangurstengd laun á fjármálakerfið á Íslandi.“
  Til að svara rannsóknarspurningunni þá rýni ég í nýju reglugerðina með tilliti til fræðanna og sögunnar en þar sem engin reynsla er komin á þessa nýju reglugerð er ekki hægt að skoða raunáhrif hennar á fjármálakerfið.
  Helstu niðurstöður eru þær að reglur Fjármálaeftirlitsins taka í megindráttum á þeim vandamálum sem fylgdu hvatakerfunum fyrir hrun. Þó er ýmislegt annað sem verður að hafa hugfast við uppbyggingu og hönnun á hvatakerfum þar sem þau eiga að þjóna hagsmunum allra er koma að fjármálafyrirtækjum landsins.

Samþykkt: 
 • 25.4.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11078


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Heidrun_Árangurstengd laun fjármálafyrirtækja breytt kerfi eftir hrun.pdf898.99 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna