is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11087

Titill: 
 • Fræðsla trúnaðarmanna í stéttarfélögum innan Alþýðusambands Íslands
 • Titill er á ensku Education of representatives in trade unions within the Icelandic Confederation of Labour
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar rannsóknar var að greina þá fræðslu sem trúnaðarmönnum í stéttarfélögum innan Alþýðusambands Íslands stendur til boða og kanna hvernig má bæta hana og gera hana markvissari til að auðvelda þeim að sinna hlutverki sínu.
  Í því sambandi var kannað hver fræðsluþörf trúnaðarmanna er, hvort þeir nýta sér þá fræðslu sem er í boði og hversu ánægðir þeir eru með fræðsluna sem þeir hafa fengið. Jafnframt var athugað hvers konar fræðslu trúnaðarmönnum finnst vanta, hvernig bæta má þá fræðslu sem fyrir er og aðlaga hana að þörfum þeirra.
  Þátttakendur voru jafnframt spurðir um hvaða hlutverki trúnaðarmenn eigi að gegna og hvaða hlutverki stéttarfélögin eigi að gegna.
  Í rannsókninni var stuðst við bæði eigindlegar og megindlegar rannsóknaraðferðir og byggist hún á rýnihóp, viðtali og spurningakönnun.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að trúnaðarmönnum sem þátt tóku finnst yfirleitt mjög góð og gagnleg sú grunnfræðsla sem þeim stendur til boða. Hún inniheldur öll helstu atriði varðandi hlutverk trúnaðarmanna, kjaramál, kjarasamninga og fleira. Það kom fram að hlutverk trúnaðarmanna hefur breyst í kjölfar bankahrunsins. Bæði er meira leitað til þeirra en áður og með önnur og erfiðari mál sem þeir hafa ekki fengið þjálfun í að takast á við. Þar má nefna launalækkanir starfsfólks, uppsagnir og aukið vinnuálag. Þátttakendum finnst fræðslan að sumu leyti stöðnuð og vanta eins konar framhald af grunnámskeiðunum. Þeir vilja gjarnan fá fræðslu með raunverulegum dæmum sem tekur mið af því ástandi sem ríkir í þjóðfélaginu á hverjum tíma. Þátttakendum finnst jafnframt of stuttur sá tími sem þeim er ætlaður til fræðslu samkvæmt kjarasamningum.

Samþykkt: 
 • 25.4.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11087


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gunnur Þórsdóttir.pdf1.12 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna