en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/11089

Title: 
 • is Frá hugmynd til veruleika. Aðdragandi, upphaf og innleiðing laga nr.112/2008 um Sjúkratryggingar Íslands.
Submitted: 
 • June 2012
Abstract: 
 • is

  Í þessari ritgerð er skoðað hvernig stefnumótun hjá hinu opinbera gengur fyrir sig í raunveruleikanum. Hugmynd um breytingar í heilbrigðiskerfinu er fylgt eftir og það skoðað hvernig hugmyndin tekur breytingum og fær brautargengi á vettvangi stjórnmálanna.
  Krafan um gagnsæi í nýtingu fjármuna innan heilbrigðiskerfisins hefur verið vaxandi á undanförnum árum. Sem svar við þeirri kröfu hafa komið fram hugmyndir um að kostnaðargreina hina ýmsu verkþætti þjónustunnar og hugmyndin um að skilgreina kaupendur og seljendur í heilbrigðisþjónustunni fékk smám saman hljómgrunn í opinberri umræðu.
  Þessi rannsókn varpar ljósi á tildrög og aðdraganda setningar laga um Sjúkratryggingar Íslands og skoðar þessa atburðarás í ljósi þróunar á hugmyndinni um kaupendur og seljendur innan heilbrigðisþjónustu og framvindu mála fyrstu árin eftir setningu laganna.
  Þrátt fyrir sameiginlega og skýra stefnuyfirlýsingu Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar við myndun nýrrar ríkisstjórnar í maí 2007 um styrkingu ríkisins sem kaupanda að heilbrigðisþjónustu, þá var farin sú leið sem átti að gera ríkið skilvirkara við samningagerð, þ.e. stjórntækið samningar var fest í sessi án þess að til styrkingar ríkisins sem upplýsts kaupanda kæmi.
  Samningsstaða ríkisins sem kaupanda í heilbrigðisþjónustu er ennþá veik. Nýja stofnunin hefur ekki komið sér upp þekkingu og hæfni, til þess að geta kostnaðargreint þau verkefni, sem hún semur um og er að greiða fyrir. Skýrt er kveðið á um það í markmiðsgrein laganna að kostnaðargreina skuli þjónustuna svo lögin gera því ráð fyrir að stofnunin komi sér upp slíkri þekkingu og þvi skortir ekki lagaheimildir, heldur skýrari sýn og forgangsröðun stjórnvalda og pólitískan vilja ráðherra.
  Hugmyndin um kaupendur og seljendur í heilbrigðisþjónustu hefur enn ekki náð að verða að veruleika meðan það stjórntæki sem stýrir samskiptum þessara aðila, samningar, hefur ekki verið búið þeim verkfærum, sem gerir það að skilvirku og áhrifaríku stjórntæki hins opinbera.

Accepted: 
 • Apr 25, 2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11089


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Hansína Sigurgeirsdóttir.pdf516.61 kBOpenHeildartextiPDFView/Open