is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/1109

Titill: 
  • Að sætta sig við verkinn sem félaga: upplifun karlmanns eftir hálshnykksáverka
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar rannsóknar var að fá innsýn í reynsluheim einstaklinga með hálshnykksáverka. Hvaða áhrif líkamleg, andleg og félagsleg líðan hefur á daglegt líf þeirra. Hver upplifun þeirra sé af stuðningi frá heilbrigðiskerfinu. Skapa þannig umræður um bætta hjúkrun og skilning á ástandi þessa sjúklingahóps og almennt að auka skilning á mannlegum fyrirbærum. Einkenni eftir hálshnykksáverka geta verið margbreytileg sem oft á síður við er aðrir líkamshlutar skaddast og ná yfir afar vítt svið, svo erfitt getur verið að spá fyrir um bata hjá þessum einstaklingum. Aldur þeirra er á bilinu 16-80 ára og eru flestir á milli 16-24 ára. Notaður var Vancouver skólinn í fyrirbærafræði sem rannsóknaraðferð. Um var að ræða eigindlega tilfellarannsókn, þar sem aðeins var notaður einn viðmælandi. Karlmaður sem lent hafði í tveim aftanákeyrslum. Tekið var klukkustundar langt viðtal. Það síðan vélritað upp orðrétt og skoðað gaumgæfilega. Við úrvinnslu gagna var sett fram greiningarlíkan. Þar sem yfirþemað voru orð meðrannsakanda “Að sætta sig við verkinn sem félaga.” sem er jafnframt titill rannsóknarinnar. Undir það voru greind fjögur meginþemu: Ónóg fræðsla, breyting á daglegu lífi og líðan, tilfinninga- og félagsleg áhrif og aðlögun að breyttum lífsstíl. Eftir að hafa rannsakað reynslu þessa einstaklings er rannsakanda ljóst að þessi áverki hefur haft mikil áhrif á líf hans. Hann áttaði sig á því að hann varð að sættast við verkinn. Hætta að hafa hann fyrir framan sig heldur líta á hann sem félaga sem myndi fylgja honum. Vonast er til að niðurstöður þessarar rannsóknar verði til þess að auka skilning heilbrigðisstarfsfólks á andlegum þörfum ekki síður en líkamlegum hjá þessum einstaklingum. Einnig má líta á niðurstöðurnar sem áskorun til hjúkrunarfræðinga um að efla fræðslu og hjúkrun þessa sjúklingahóps í víðum skilningi. Lykilhugtök: hálshnykksáverki, stuðningur, líkamleg, andleg og félagsleg líðan.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
  • 1.1.2005
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1109


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
felverkur.pdf7,29 MBTakmarkaðurAð sætta sig við verkinn - heildPDF
felverkur-e.pdf146,6 kBOpinnAð sætta sig við verkinn - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
felverkur-h.pdf117,22 kBOpinnAð sætta sig við verkinn - heimildaskráPDFSkoða/Opna
felverkur-u.pdf146,23 kBOpinnAð sætta sig við verkinn - útdrátturPDFSkoða/Opna