is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11093

Titill: 
  • Hagvöxtur og hamingja. Er verg landsframleiðsla úrelt mælitæki?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í mörg ár hafa þjóðir tengt hagvöxt við framfarir. Hagvöxtur er aukning á framleiðslu og neyslu á gæðum, það er að segja vörum og þjónustu. Verg landsframleiðsla (VLF) sýnir þennan vöxt. Vegna þess hefur það orðið að vana að túlka VLF sem mælikvarða á efnahagslega framför.
    Það hefur legið ljóst fyrir innan hagfræðinnar í dágóðan tíma að VLF er ekki góður mælikvarði á velsæld, að minnsta kosti ekki í hinum vestræna heimi. Fræðimenn hafa rannsakað mikið hvernig bæta megi fyrir það og ná fram betri mælikvarða á velsæld. All margir hafa komið með þær tillögur að nota aðra mælikvarða sem ýmist bæta upp, leiðrétta eða koma í staðinn fyrir VLF. Aðrir hafa lagt til notkun huglægra aðferða þar sem þegnar samfélagsins eru einfaldlega beðnir um að segja til um sína eigin hamingju eða lífsánægju. Aðferðir við mælingar á velsæld verða hér skoðaðar og einnig fjallað lítillega um nokkra af þeim mælikvörðum sem þegar eru komnir til sögunnar og aðferðafræðin á bak við þá skoðuð. Einnig verður fjallað um huglæga velsæld eða hamingju eins og margir hagfræðingar hafa frjálslega kosið að kallað hana en hún hefur verið skilgreind sem margþætt sjálfsmat einstaklinga á lífinu, þar með talið mat á lífsánægju, tilfinningum og skapi.
    Í ritgerð þessari er samband hagvaxtar og hamingju skoðað. Sambandið er kannað út frá gögnum sem safnað var saman frá 25 OECD löndum. Gögnin innihalda breytingar á vergri landsframleiðslu (VLF) á árunum 1970 - 2005 og gögn um lífsánægju og væntar lífslíkur samfélagsþegna þessara landa á sama tímabili. Út frá gögnum um lífsánægju og væntar lífslíkur voru reiknuð hamingjusöm æviár (HLY). Það var gert með formúlu sem vel er þekkt á meðal hamingjurannsakenda. Skoðað var hvort sýnileg fylgni væri á milli breytinga á VLF yfir tíma og breytinga á HLY. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að ekki væri hægt að sýna fram á fylgni þar á milli. Gröf sem teiknuð voru sýndu bæði jákvæða og neikvæða fylgni, sitt á hvað, og engin augljós fylgni greindist á milli breytinga á VLF og breytinga á fjölda HLY við fyrstu athugun. Útreikningar á fylgnistuðlum sýndu þó fram á einhverja jákvæða fylgni í nokkrum tilfellum. Sett var fram núlltilgáta um að fylgni á milli breytinga á VLF og breytinga á HLY væri ekki til staðar. Tölfræðiprófanir sýndu fram á að ekki væri hægt að hafna núlltilgátunni í 16 tilfellum af 25. Út frá þessum niðurstöðum var dregin sú ályktun að breyting á VLF virtist ekki hafa mikil tengsl við hamingjusöm æviár. Mætti jafnvel draga þá ályktun að tengslin þar á milli skipti ekki máli, ekki ein og sér allavega. Mögulegt er að samspil VLF og annarra þátta gæti þó haft áhrif á breytingu á HLY.

Samþykkt: 
  • 26.4.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11093


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA Ritgerð Hagvöxtur og hamingja.pdf868.41 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna