is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11094

Titill: 
 • Greiðsluaðlögun einstaklinga samkvæmt lögum nr. 101/2010
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Sú mikla skuldaaukning íslenskra heimila sem varð á árunum 1991 til 2009 átti sér ýmsar skýringar. Miklar breytingar urðu á þjóðfélaginu á þessum árum og aðgangur einstaklinga að lánsfé jókst mikið. Þegar efnahagshrunið varð haustið 2008 var skuldsetning íslenskra heimila orðin með því mesta sem þekktist á Vesturlöndum.
  Í kjölfar hrunsins stóðu fjölmargar fjölskyldur höllum fæti og gripið var til ýmissa ráðstafanna til að koma á móts við skuldara. Í júní 2010 voru samþykkt lög um greiðsluaðlögun einstaklinga og hefur mikil ásókn verið í það úrræði. Í febrúar 2012 höfðu tæplega 4000 umsóknir borist umboðsmanni skuldara.
  Í rannsókn þessari eru lögin skoðuð og reynt að meta hvort þau séu að uppfylla markmið sín. Skoðuð er staða einstaklinga sem sótt hafa um úrræðið, hvernig kröfuhafar fara með umsóknir og hvert þeirra mat á úrræðinu er. Rætt var við fulltrúa kröfuhafa og skuldara auk þess sem upplýsingar voru fengnar hjá umboðsmanni skuldara.
  Almennt töldu þeir aðilar sem rætt var við að úrræðið væri gott og að það kæmi bæði skuldurum og kröfuhöfum til góða. Kröfuhafar fengju raunsannari mynd af getu skuldara og héldu ekki verðlausum kröfum til streitu. Markmiðið væri að skuldarar næðu jafnvægi milli skulda og greiðslugetu og með því að fara þessa samningaleið yrði staða þeirra gagnvart fjármálastofnunum, að samningstímabili loknu, sú sama og annarra viðskiptavina. Kröfuhafar töldu þó að ýmislegt í meðferð frumvarpa mætti betur fara, það vantaði betri viðmið fyrir umsjónarmenn og meiri samræmingu. Einnig eru vörslusviptingar bílalánafyrirtækja mikið ágreiningsefni.
  Hjá velferðaráðuneytinu er nú verið að vinna að heildarendurskoðun laganna og verður frumvarp að nýjum lögum líklega lagt fyrir á næsta þingi. Árangur þessara laga á fjárhag skuldara er enn ekki hægt að greina þar sem svo stutt er síðan lögin voru samþykkt en það er verðugt rannsóknarefni seinni tíma.

Samþykkt: 
 • 26.4.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11094


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA ritgerð.pdf570.2 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna