is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11096

Titill: 
  • Launamunur kynjanna hjá Reykjavíkurborg. Úttekt á fastlaunasamningum og akstursgreiðslum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Reykjavíkurborg hefur verið framarlega í flokki hvað varðar rannsóknir á launamun kynjanna. Þessar rannsóknir hafa leitt í ljós minnkandi launamun en jafnframt að sá munur sem mælist felist líklega fyrst og fremst í þeim aukagreiðslum sem starfsfólki stendur til boða: aksturs- og yfirvinnugreiðslum. Markmið þessarar rannsóknar er að kanna með hvaða hætti vinnumenning borgarinnar hefur áhrif á þessar greiðslur og hvernig viðhorf, verklag og umgengni við verklagsreglur endurspeglar menninguna. Gerð var megindleg rannsókn sem kannaði þessa þætti. Spurningalisti var lagður fyrir alla yfirmenn borgarinnar og svörin greind á forsendum femínískra kenninga og kenninga um menningu skipulagsheilda. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að ólík vinnumenning hafi áhrif á með hvaða hætti aukagreiðslum sé háttað hjá borginni sem skili sér í því að konur búi ekki við sömu launakjör og karlar.
    Lykilorð: Vinnumarkaður, vinnumenning, opinber stjórnsýsla, launamunur kynjanna, launakerfi, kynjafræði, menning skipulagsheilda, Reykjavíkurborg, megindleg rannsókn.

  • Útdráttur er á ensku

    The City of Reykjavík has been in the forefront in research on the gender pay gap. These studies have revealed a difference in results but have also revealed that the gap may be explained primarily by the bonus payments available to staff; driving and overtime payments. The aim of this dissertation is to explore in what way the City‘s organisational culture effects these payments and what kind of attitude, procedure and conduct with regard to procedure reflects this culture. A quantitative research study was conducted that explored these elements. All superiors employed with the City of Reykjavík were asked to respond to a survey and their responses analysed on the grounds of feminist theorie and theories on organizational culture. The results of the study indicate that different types of organizational culture effect in what way bonus payments are disbursed in the City of Reykjavík resulting in women not having the same wage terms as men.

Samþykkt: 
  • 26.4.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11096


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð.pdf905.58 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna