is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11105

Titill: 
  • Verðtrygging. Áhrif afnáms á vexti og lánsframboð
  • Titill er á ensku Effects of inflation index repeal on interest rate and loan supply
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í meginatriðum fjallar ritgerð þessi um verðtryggingu og hvaða áhrif afnám hennar myndi hafa á vexti og lánsframboð á markaði. Farið er yfir sögu verðtryggingar á Íslandi og ástæður setningu Ólafslagana raktar. Horft er hlutlaust á kosti og galla verðtryggingar og samanburður á óverðtryggðum og verðtryggðum lánum gerður sýnilegur. Við útreikninginn sést að heildargreiðslur af óverðtryggðum lánum er lægri en af verðtryggðum og er munurinn meiri eftir því sem verðbólgan er hærri. Aftur á móti er mánaðarleg greiðsla af verðtryggðum lánum töluvert lægri en óverðtryggðra vegna þess að vísitöluhækkanir færast á höfuðstól verðtryggðra lána.
    Kröfur almennings um afnám verðtryggingar hafa verið háværar síðustu misseri. Hér að neðan er stuttlega reifað hvort afnám sé mögulegt og leiðir til framkvæmdar á afnámi kynntar, þar á meðal tillögur Hagsmunasamtaka heimilanna.
    Það er mat höfundar að afnáms myndi að öllum líkindum leiða til hækkunar á vöxtum ásamt því að minnka lánsframboð. Lánastofnanir væru tregar til að lána óverðtryggt til lengri tíma nema með áhættuálagi eins og eðlilegt þykir. Verðbólga hér á landi hefur verið óstöðug síðustu ár sem yrði til þess að auka áhættu lánastofnana á útlánum. Má því reikna með að áhættuálagið yrði í hærri kantinum. Því mælir höfundur gegn því að afnám verðtryggingar verði að veruleika og bendir á að með því að hafa bæði óverðtryggða og verðtryggða lánamöguleika í boði muni lántakendur sjálfir hafa frjálsari hendur með hvaða leiðir henta þeim best.

Samþykkt: 
  • 27.4.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11105


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sveinn Magnússon.pdf824.39 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna