is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11111

Titill: 
  • Af litlum neista verður oft mikið bál. Krísustjórnun kortlögð í fjórum atvinnugreinum á Íslandi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Sífellt fleiri fyrirtæki hér á landi innleiða krísustjórnun inn í sitt stjórnkerfi. Krísustjórnun tryggir kerfisbundin viðbrögð við krísum sem upp geta komið. Í þessari ritgerð er framkvæmd rannsókn sem kortleggur krísustjórnun í fjórum atvinnugreinum. Skoðað er hvaða þættir valda krísu í hverri atvinnugrein fyrir sig, hvort munur sé þar á milli og að lokum hversu umfangsmikið hlutverk mannauðstjórnunar í krísustjórnun þessara fyrirtækja er. Fyrirtækin voru valin með hentugleikaúrtaki og eru öll í sextíu efstu sætum lista Frjálsrar verslunar frá 2011 yfir stærstu fyrirtæki Íslands. Sendur var spurningalisti í tölvupósti til 14 fyrirtækja og 10 þeirra tóku þátt í rannsókninni eða tvö byggingafyrirtæki, tvö flutningafyrirtæki, fjögur stóriðjufyrirtæki og tvö útgerðarfyrirtæki.
    Helstu niðurstöður eru þær að öll fyrirtækin eru með krísustjórnunarkerfi fyrir utan annað útgerðarfyrirtækjanna. Lítill munur er á milli atvinnugreina hvað varðar forvarnir, krísustjórnunaráætlanir og samskipti í krísu. Flutningafyrirtækin og stóriðjufyrirtækin virðast skrefi framar í hættumati, viðbrögðum krísustjórnunarteymis, æfingum á krísustjórnunarkerfinu og uppsetningu krísustjórnstöðvar. Enginn munur er á hvaða þættir valda krísum eftir atvinnugreinum en fyrirtækin voru þó nokkuð sammála um hvaða þættir eru líklegri en aðrir til að valda krísum. Jarðfræðileg vá, þ.e. jarðskjálftar, eldgos, skriður og grjóthrun var talið líklegast til að valda krísu í flokki váa. Í flokki grunnþátta fyrirtækja, þ.e. aðföng, starfsfólk, framleiðslukerfi, afurðadreifing og losun úrgangs- og spilliefna, skoraði framleiðslukerfi hæst þ.e. að þau valda skaða eða bila. Ekki var munur á milli atvinnugreina þegar hlutverk mannauðsstjórnunar var skoðað í krísustjórnun fyrirtækjanna. Mannauðsdeildin tók þátt í krísuáætlanagerðinni hjá flestum fyrirtækjanna en hlutverk hennar í krísum var mis mikið eftir fyrirtækjum.

Samþykkt: 
  • 27.4.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11111


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS ritgerð_Dagmar Birgisdóttir.pdf2.18 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna