Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/11116
Í ritgerðinni er skrásett saga launaákvarðana ríkisstarfsmanna frá lokum 19. aldar til nútímans. Lagabreytingum er fylgt í tímaröð og umfjölluninni lýkur á framtíðaráskorunum ríkisins sem vinnuveitanda.
Stuðst var við skriflegar heimildir úr Alþingistíðindum, fréttaritum stéttarfélaga og sambærilegum heimildum. Þrjú viðtöl voru tekin við aðila sem hafa verið nátengdir kjaramálum ríkisstarfsmanna um langa hríð.
Niðurstaða rannsóknarinnar er að samningsaðilar hafa í megindráttum ekki náð grundvallar samkomulagi um hvert viðmið eða innihald kjarasamninga skuli vera, umfram það sem kalla má tæknileg atriði. Samtök ríkisstarfsmanna hafa verið treg til að viðurkenna að svigrúm ríkisins í kjarasamningum markast af því sem samið er um á almennum vinnumarkaði. Fyrir vikið hafa viðræður þeirra oft tekið langan tíma og vikið að atriðum sem ekki er hægt að hreyfa við. Markmið sem sett var við stofnun BSRB árið 1942 um sömu laun fyrir sömu störf milli markaða hefur enn ekki náðst.
Launaákvarðanakerfi ríkisins hefur aldrei verið breytt nema það hafi verið óumflýjanlegt.
Meginlöggjöf sem gildir um starfsumhverfi ríkisstarfsmanna er að finna í þremur sjálfstæðum lögum. Þau hafa alltaf verið sett eða tekin til endurskoðunar með sjálfstæðum hætti. Það er á kostnað þeirrar heildarmyndar sem æskilegt er að einkenni starfsumhverfi jafns fjölmenns hóps og ríkisstarfsmenn eru og þeirra hagsmuna sem í húfi eru fyrir þá, jafnt sem vinnuveitanda þeirra.
This thesis documents the civil servant wage decisions from the end of the 18th century to today. Changes in the law are listed in date order and the coverage ends on the employer challenges that the government sector is set to face in the future.
The written sources are Parliamentary records, union newsletters and other comparable sources, and then there are three interviews with persons who have for years been closely involved in the collective bargaining negotiations of civil servants.
The result of the study is that overall the negotiating parties have not managed to reach a basic agreement on what the basis or content of collective agreements should be, other than what are referred to as ‘technical details’. The civil servant associations have been reluctant to admit that the government’s scope for collective bargaining is restricted by the negotiations in the labour market. Therefore talks have often taken a very long time and evolved around aspects that cannot be altered. The goal of BSRB when founded in 1942, equal pay for equal jobs in all sectors, has still not been reached.
The civil servant wage decision system has never been changed unless unavoidable.
The main legislation on the civil servant occupational setting is found in three different laws. They have always been passed or revised separately. This has been at the expense of the bigger picture, the ideal model for the occupational setting for such a diverse group as civil servants and interests that are at stake for them, as well as their employers.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
SvJ-lok.pdf | 1.11 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |