is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11117

Titill: 
 • Könnun á orsökum og afleiðingum breytingar á einkarekstri í einkahlutafélag á árunum 2005-2012
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er fjallað um breytingar úr einkarekstri yfir í einkahlutafélag á tímabilinu 1995-2010. Einstaklingum í rekstri hefur fækkað mikið frá árinu 1995 til þessa dags. Einkahlutafélögum hefur aftur á móti fjölgað á hverju einasta ári frá árinu 1995. Helsta markmið ritgerðarinnar er að skýra þessar umbreytingar í ljósi breytinga á skattalögunum en talið er að þær hafi haft hér mest að segja.
  Skattlagning einstaklings í rekstri og einkahlutafélaga hefur tekið miklum breytingum á þessum árum og verða þessar breytingar skoðaðar ofan í kjölinn. Þessar breytingar verða síðan tengdar við umbreytingar úr einkarekstri í einkahlutafélag á sama tímabili og skýrt hvernig þær hafa haft áhrif á fjölda umbreytinga.
  Þó megin áhersla verði lögð á að skoða árin frá 1995 til 2010, verður lítillega skyggnst út fyrir það tímabil og skoðaðar þær breytingar sem hafa átt sér stað á skattlagningu einkahlutafélaga núna á síðustu tveimur árum.
  Árið 2011 fækkaði einkahlutafélögum í fyrsta skipti síðan lög um einkahlutafélög voru sett árið 1995 og má rekja þann viðsnúning til laga nr. 18/2009 með breytingu á 11. gr. tekjuskattslaganna. Í ljósi þessarar fækkunar einkahlutafélaga verður það skoðað hvort fjölgun sé í öðrum rekstrarformum eða einstaklingum í rekstri fari nú fjölgandi á nýjan leik.
  Helstu niðurstöður leiddu í ljós að skattlagning einstaklinga í rekstri og einkahlutafélaga var í raun nokkuð sambærileg árið 1995 og enginn sjáanlegur ávinningur af því að umbreyta rekstri yfir í einkahlutafélaga á þeim tíma. En fljótlega þar á eftir fór skattur mjög lækkandi á einkahlutafélög, það er tekjuskattur, skattlagning arðs og eignaskattur, þannig að verulegur ávinningur gat nú falist í því að hafa reksturinn í einkahlutafélagi sem væri með sína eigin kennitölu. Þegar saman fór takmarkaðri ábyrgð eigenda, lækkandi skattbyrði og skuldir voru frádráttarbærar frá skatti, virðist það hafa verið hvatning til umbreytinga yfir í einkahlutafélag og meiri áhættutöku með reksturinn en áður hafði verið.

Samþykkt: 
 • 27.4.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/11117


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sigvaldi_Egill_Lárusson_Bs.doc.pdf414.91 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna