is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11118

Titill: 
  • Að breyta til batnaðar: Sameinuðu þjóðirnar sem vængstýfð friðardúfa
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Frá lokum Kalda stríðsins hefur heimsmyndin tekið miklum breytingum. Ein helsta breytingin er sú að í dag eiga átök sér frekar stað innan ríkja en á milli þeirra. Staða ríkja og öryggi þeirra hafa verið í brennidepli alþjóðastjórnmála sé miðað út frá kenningum raunhyggjunnar. Fullveldi ríkja er mikilvægt í alþjóðalögum þar sem það kemur í veg fyrir afskipti annarra gerenda alþjóðakerfisins af innanlandsmálum einstakra ríkja. Hagsmunir ríkja ásamt fullveldi þeirra hafa staðið í vegi fyrir íhlutunum af mannúðarástæðum sem alþjóðastofnanir á borð við Sameinuðu þjóðirnar standa fyrir. Þær hafa verið fremstar í flokki alþjóðastofnanna í að innleiða hugtakið verndarábyrgð. Í því felst samþætting fullveldis ríkja og ábyrgðar þeirra til að bregðast við þegar átök eiga sér stað innan ríkis sem ekki er fært um að afstýra eða stöðva gróf mannréttindabrot. Verndarábyrgðin hvílir að miklu leyti á kenningum heimsborgarhyggjunnar. Siðferði, öryggi og samkennd einstaklinga þvert á landamæri eru þar lykilatriðin. Aukin hnattvæðing og vitund um mannréttindi lögðu grunninn að mannöryggi, hugtaki sem þróaðist upp úr lokum Kalda stríðsins og hafði það hlutverk að efla íhlutanir af mannúðarástæðum. Það varð ekki fyrr en með tímanum sem öryggi einstaklinga hlaut svipaðan hljómgrunn innan alþjóðakerfisins og öryggi ríkja.
    Aðgerðir Sameinuðu þjóðanna hvíla á ákvarðanatöku öryggisráðsins sem stjórnast að miklu leyti af neitunarvaldi fastaríkjanna fimm. Notkun neitunarvaldsins og aðgerðaleysi stofnunarinnar á íhlutunum af mannúðarástæðum hefur hingað til verið bundið hagsmunum fastaríkjanna.

Samþykkt: 
  • 27.4.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11118


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kápa á lokaritgerð.pdf115.87 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
lokaútgáfa BA ritgerðar.pdf693.07 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna