is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11119

Titill: 
  • Göngutúrar. Á göngu með kvenhetjum Jane Austen
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Göngutúrar og útivera hafa áhrif á flestar kvenhetjur Jane Austen en þá sérstaklega Marianne í Sense and Sensibility, Emmu í Emmu, og Elizabeth í Pride and Prejudice. Í þessari ritgerð verður fjallað um hvernig göngutúrar og útivera hafa áhrif á þroska kvenhetjanna og líf þeirra. Þær persónur sem eru miklir göngugarpar og njóta þess að vera úti í náttúrunni eiga það til að vera ótamnar, skynsamar og óttalausar. Sumar kvenhetjurnar eru skynsamari en aðrar og sumar stjórnast alfarið af tilfinningum. Göngutúrar hafa einnig sérstakan tilgang, til dæmis nota persónurnar þá til að spjalla undir fjögur augu, hitta nágrannana og fá útrás. Marianne og Elizabeth eru sérstaklega duglegar að hlaupa yfir akra og hoppa yfir polla til að fá útrás fyrir tilfinningar sínar og erfiðleika dagsins. Austen notar göngutúra og útiveru á margvíslegan hátt og þeir hafa mikil áhrif á framgang sögunar sem og persónuleika kvenhetjana.

Samþykkt: 
  • 27.4.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11119


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LokaGönguAusten.pdf343.55 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna