Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/11122
Markmið þessarar ritgerðar er að komast að því hvort raunhæft sé að umræðulýðræðiskenning Jürgens Habermas verði að veruleika. Kenningarammi er settur upp þar sem munurinn á gildakenningum og raunhyggjukenningum er skýrður auk tengslanna þar á milli. Í samræmi við það er gildakenningin um umræðulýðræði skýrð. Umræðulýðræðiskenning Habermas er síðan gagnrýnd með ýmsum hætti. Vegur þar þáttur skynsemiskenninga og leikjafræði þyngst. Fjallað er um rök gegn því að meintur sannleikur sé gerður að aðalaðferð stjórnmálanna í stað kosninga. Lygar og aðrar aðferðir sem koma í veg fyrir upplýsingaskipti eru kynntar sem eðlilegur hluti mannlífsins. Einnig er skoðað ójafnt aðgengi að umræðum sem veldur því að niðurstaða getur skekkst í þágu þeirra sem búa yfir miklum tjáningarhæfileikum. Umræður og gagnsemi þeirra er skoðuð með raungögnum og útfærsla umræðulýðræðis á Íslandi er reifuð. Meginniðurstaða ritgerðarinnar er að umræðulýðræði sé ekki mögulegt að útfæra í raun sé farið eftir gildakenningu Habermas. Sérhagsmunir og mannlegt eðli kemur í veg fyrir að fullkomlega upplýstr umræða sé möguleg auk þess sem ekki er hægt að skera úr um hvað sé satt. Umræðulýðræðissamfélag er því talinn óraunhæfur kostur.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Hafsteinn Einarsson.pdf | 696,17 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |