Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/11123
Markmið þessarar ritgerðar er að skilgreina hnattrænar fréttaveitur í samhengi við dagskrárvald og innrömmunaráhrif, fjalla um völd þeirra þegar kemur að því að velja fréttaefni fyrir fjölmiðla í hnattrænum heimi og beina sjónum að því hvað kemst á dagskrá þeirra og hvað ekki. Stuðst verður við kenningar um dagskrárvald og innrömmunaráhrif og þær tengdar við hnattvæðingu. Notast verður við þessi þrjú atriði til að undirstrika þau völd sem hnattrænar fréttaveitur búa yfir. Farið verður yfir skilgreiningu og sögulega þróun hnattrænna fréttaveita þar sem fréttaveiturnar Reuters og the Associated Press verða teknar sem dæmi, en þær tróna á toppnum í hnattrænu stigveldi fréttamiðlunar. Auk þess verða tekin dæmi um umfang alþjóðlegrar fréttaumfjöllunar og hvaða lönd eru hin útvöldu þegar kemur að dagskrá fréttaveita. Til að sýna fram á umfang alþjóðlegra frétta og hvaða lönd komast á dagskrá verður stuðst við fjölbreyttar rannsóknir sem hafa verið framkvæmdar á sviði alþjóðlegrar fréttaumfjöllunar. Helstu niðurstöður sýna að ójafnvægi ríkir í alþjóðlegri fréttaumfjöllun þar sem örfá lönd komast á dagskrá fréttaveita.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA_Dagskrafyrirheiminn_Ingibjorg.pdf | 689.32 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |