is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/11127

Titill: 
  • Að bregðast við beitingu hryðjuverkalaga: Greining á áfallastjórnun íslenskrar stjórnsýslu í kjölfar þess að bresk stjórnvöld beittu hryðjuverkalögunum haustið 2008
  • Titill er á ensku Responding to Terrorist Law: Analysis of crisis management of the Icelandic authorities after the British government applied the Landsbanki freezing order, made under the Anti-terrorism, Crime and Security Act
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um viðbrögð íslenskrar stjórnsýslu við því þegar bresk stjórnvöld beittu hryðjuverkalögunum haustið 2008. Gerð er tilviksathugun á því áfalli sem hlaust af beitingu hryðjuverkalaganna og viðbrögðin jafnframt sett í samhengi við smáríkjafræði og þjóðernishyggju. Athygli er beint að þeim ákvarðanatökum sem íslensk stjórnvöld stóðu frammi fyrir og því hvernig staðið var að þeim. Þá er gerð grein fyrir því hvernig tekist var á við þann ímyndavanda sem blasti við þjóðinni á alþjóðavísu, hvernig tryggja skyldi réttarstöðu og hvernig almenningur var upplýstur. Helstu niðurstöður sýna að stjórnvöld stóðu frammi fyrir ákveðinni togstreitu í þeirri áfallastjórnun sem fram fór í kjölfar beitingar hryðjuverkalaganna. Mikilvægt var að viðhalda jákvæðum samskiptum við önnur ríki en á sama tíma þurftu stjórnvöld að standa vörð um orðspor og ímynd Íslands á alþjóðavísu. Áfallið sem hlaust af beitingu hryðjuverkalaganna ógnaði að mörgu leyti ímynd þjóðernis Íslendinga sem varð til þess að almennir borgarar fundu sig knúna til að bregðast við ástandinu og láta í sér heyra á erlendum vettvangi, í því skyni að standa vörð um ímynd landsins og þjóðernisins. Áfallið gefur til kynna að nauðsynlegt sé að efla efnahags- og viðskiptaöryggi landsins til þess að vinna á ný traust íslenskrar fjármálastarfsemi og standa betur vörð um alþjóðlega ímynd lands og þjóðar í hinni nánustu framtíð.

Samþykkt: 
  • 27.4.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11127


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð PDF.pdf721.27 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna