is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1113

Titill: 
  • Mér finnst ég ekkert öðruvísi: upplifun unglinga af því að vera með insúlínháða sykursýki, sá stuðningur sem þeir fá og sá stuðningur sem þeir óska eftir
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarrar rannsóknar var að reyna að fá innsýn inn í líf unglinga sem eru með insúlínháða sykursýki og komast að því hvaða stuðning þeir fá og hvort og hvernig hann megi bæta að þeirra mati. Insúlínháð sykursýki er efnaskiptasjúkdómur sem einkennist af því að líkaminn hættir að framleiða insúlin. Sykursýki er ólæknandi sjúkdómur og því miðar meðferð hans að því að minnka hættuna á fylgikvillum og stuðla að hámarks vellíðan einstaklingsins sem í hlut á. Unglingsárin eru talin hefjast við kynþroska og ljúka um tvítugt. Unglingsárunum fylgir oft mikil togstreita og hafa langvinnir sjúkdómar í flestum tilvikum mikil áhrif á líf unglinga. Því er sérstaklega mikilvægt að unglingar fái stuðning á því formi sem þeim hentar best. Fjölskylda, vinir og heilbrigðisstarfsfólk eru helstu stuðningsaðilar unglinga með sykursýki. Við þessa rannsókn var notuð eigindleg nálgun tilfellarannsókna sem er í sex skrefum. Þátttakendur í rannsókninni voru þrír, tveir strákar og ein stelpa á aldrinum 13 – 15 ára og höfðu þeir verið með sykursýki í eitt til fimm ár. Tekin voru viðtöl við þátttakendur á heimilum þeirra, þau tekin upp á segulband og vélrituð upp orð fyrir orð. Allir þáttakendur héldu dagbók í einn dag. Rannsakendur greindu viðtölin í þemu og voru þau ásamt dagbókarfærslu notuð til að setja fram niðurstöður. Rannsakendur skiptu efni viðtalana niður í eftirfarandi fjóra flokka: Upplifun unglinga af því að vera með sykursýki, stuðningur foreldra, stuðningur vina og stuðningur heilbrigðisstarfsfólks. Innan hvers flokks voru greind þemu sem voru lýsandi fyrir niðurstöður innan hvers flokks. Víða samræmdust niðurstöður rannsóknarinnar því fræðilega efni, sem rannsakendur kynntu sér, en þó var nokkuð um að niðurstöðurnar gengju þvert á niðurstöður fyrri rannsókna. Sem dæmi má nefna að fyrri rannsóknir sýna, að unglingum með sykursýki finnst þeir öðruvísi en félagarnir. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýndu hinsvegar að þáttakendum finnst þeir ekki vera frábrugðnir öðrum unglingum.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
  • 1.1.2002
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1113


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
odruvisi.pdf421.92 kBTakmarkaðurMér finnst ég ekkert öðruvísi - heildPDF
odruvisi-e.pdf108.24 kBOpinnMér finnst ég ekkert öðruvísi - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
odruvisi-h.pdf138.14 kBOpinnMér finnst ég ekkert öðruvísi - heimildaskráPDFSkoða/Opna
odruvisi-u.pdf107.9 kBOpinnMér finnst ég ekkert öðruvísi - útdrátturPDFSkoða/Opna