is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/11134

Titill: 
  • Ísland í greipum alþjóðavæðingar - Skipulögð glæpastarfsemi og Schengen-samstarfið á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Skipulögð glæpastarfsemi hefur verið hitamál síðustu ár og mánuði og hefur umfjöllun um skipulagða glæpastarfsemi oft verið sett í samhengi við aðild Íslands að Schengen-samstarfinu. Margir hafa því dregið þá ályktun að það sé fyrir tilstuðlan Schengen-samstarfsins að hingað til lands komi misyndismenn og skipulögð glæpastarfsemi dafni. Í þessari ritgerð er fjallað um alþjóðavæðingu og skýrt hvernig aukin skipulögð glæpastarfsemi getur fylgt í kjölfar alþjóðavæðingar. Þá verður aðild Íslands að Schengen-samstarfinu skoðuð en einnig verða kynnt til sögunnar þau úrræði sem Ísland hefur aðgang að, einmitt vegna aðildarinnar að samstarfinu. Úrræðin felast einkum í aðkomu Íslands að fagstofnunum, alþjóðasamningum og gagnagrunnum sem koma að gagni í baráttunni við skipulagða glæpastarfsemi.
    Ritgerðin sýnir fram á að þau svæði sem áður skilgreindu tilveru fólks eigi síður við í alþjóðavæddum heimi. Nú sé orðið til nýtt rými og litlu máli skipti þó Ísland sé afskekkt eyja, skipulögð glæpastarfsemi eigi engu að síður greiða leið hingað. Einnig verður sýnt fram á að Schengen-samstarfið feli í sér möguleikann á víðtæku samstarfi löggæslu- og réttargæsluaðila Schengen-ríkjanna en þörf sé á að nýta möguleikana betur.

Samþykkt: 
  • 27.4.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11134


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_Thorvaldur_2012.pdf658.9 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna