en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/11138

Title: 
  • is ,,Ef þú smælar framan í heiminn…”: Um pólitískt gildi samhygðarkenningar Dalai Lama á nýrri öld
Submitted: 
  • June 2012
Abstract: 
  • is

    Markmið þessarar ritgerðar er að kynna pólitískt gildi samhygðarkenningar Dalai Lama, andlegs og fyrrum pólitísks leiðtoga Tíbeta. Fjallað er um gildi samhygðarkenningarinnar í samhengi við uppruna hennar í búddískri heimspeki og sýnt fram á hvernig henni hefur verið ljáð pólitískt gildi í deilum Dalai Lama og tíbetsku útlagastjórnarinnar við kínversk yfirvöld. Þá er þeirri spurningu varpað fram hvort að beiting samhygðarinnar geti reynst gagnlegt tól í pólitískri hegðun og umræðu sem og stefnumótun á Íslandi. Ritgerðin byggir á umfjöllun stjórnmálafræðingsins Gerry Stoker um aukna pólitíska óánægju og vantraust í nútíma lýðræðisríkjum. Gagnrýni Gerry Stoker á markaðsmiðaða áherslu á stjórnmálum og í fjölmiðlageiranum, og gagnrýni Dalai Lama á rótfestu efnis- og einstaklingshyggju í efnahagslega þróuðum lýðræðisríkjum, eru teknar til athugunar og bent á hvernig þörf sé á nýjum leiðum til þess að hugsa um stjórnmál. Leitað er til kenninga í stjórnmálasálfræði um upplýsingaöflun og -túlkun kjósenda auk rannsókna um áhrif fjölmiðla á þjóðfélagsumræðu. Helstu niðurstöður eru á þá leið að róttækar breytingar þurfi að gera á hinum pólitíska vettvangi til þess að snúa við þeirri þróun sem er að eiga sér stað, og að nýjar hagmælingar sem meta andlega og samfélagslega þætti í jafnvægi við þá efnahagslegu séu þar nauðsynlegir. Í þeirri þróun tel ég samhygðarkenninguna hafa ríkt pólitískt gildi, bæði í hagkvæmri og lausnamiðaðri stefnumótun sem og til þess að stuðla að þeirri viðhorfsbreytingu sem nauðsynleg er til þess að samfélag mannsins geti þróast áfram á friðsælan hátt.

Accepted: 
  • Apr 27, 2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/11138


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BA Svala K Þorleifsdóttir.pdf539.72 kBOpenHeildartextiPDFView/Open